Íslensk börn horfa upp á mæður sínar beittar ofbeldi 27. janúar 2011 14:14 Sviðsett mynd úr safni Leiða má líkur að því að 23 til 27 þúsund konur á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá 16 ára aldri. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að rúm 22 prósent íslenskra kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þar kom fram að hjá um 75% svarenda í rannsókninni bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Í rannsókninni var tekið 3.000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá meðal kvenna á aldrinum 18-80 ára á öllu landinu og var svarhlutfallið 73%. Rætt var við konurnar í síma á tímabilinu 22. september-7. desember 2008. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar hafa áður verið kynntar. Þá var úrvinnslunni ekki lokið en þær liggja nú fyrir í viðamikilli skýrslu Rannsóknastofnunar Háskóla Íslands í barna- og fjölskylduvernd. Skýrsluhöfundar eru Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru: Rúm 22% kvennanna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þetta jafngildir því að 23-27.000 konur á Íslandi hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Um 20% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið líkamlegt. Rúm 6% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið kynferðislegt. Hlutfallslega fleiri konur sögðust hafa verið beittar ofbeldi af hendi fyrrverandi maka (19%) en núverandi maka (7%). Hlutfallslega fleiri konur sem hafa verið beittar ofbeldi eru fráskildar í dag (51%) en þær sem eru giftar (17%) eða hvorki giftar né fráskildar (18%). Þetta skýrist af því að flestar konur sem beittar eru ofbeldi í nánum samböndum skilja eða fara úr þessum ofbeldissamböndum. Hjá um 75% svarenda bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Milli 1 og 2% kvenna sögðust hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi undangengna tólf mánuði. Þetta samsvarar því að 1.200-2.300 konur búi við ofbeldi á ári hverju. Frá þessu er greint á vef velferðarráðuneytisins. Þar kemur ennfremur fram að konurnar sem beittar höfðu verið ofbeldi kærðu fæstar til lögreglu, eða aðeins13%, en í 4% tilvika fékk lögreglan upplýsingar um ofbeldið á annan hátt. Af þeim konum sem kærðu voru 65% sátt við hvernig lögreglan tók á málinu en um 35% kvennanna voru ósátt. Konurnar sem ekki kæra til lögreglu nefna fyrir því ýmsar ástæður. Flestar nefna að þeim hafi fundist atvikið smávægilegt, ekki nógu alvarlegt eða ekki hugsað út í að kæra, eða 44%, um 20% segjast hafa tekist á við þetta sjálf, 9,5% að þeim hafi fundist málið skammarlegt/vandræðalegt eða kennt sjálfu sér um og 7,3% nefna ótta við ofbeldismanninn eða ótta við hefnd. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef velferðarráðuneytisins. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Leiða má líkur að því að 23 til 27 þúsund konur á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá 16 ára aldri. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að rúm 22 prósent íslenskra kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þar kom fram að hjá um 75% svarenda í rannsókninni bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Í rannsókninni var tekið 3.000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá meðal kvenna á aldrinum 18-80 ára á öllu landinu og var svarhlutfallið 73%. Rætt var við konurnar í síma á tímabilinu 22. september-7. desember 2008. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar hafa áður verið kynntar. Þá var úrvinnslunni ekki lokið en þær liggja nú fyrir í viðamikilli skýrslu Rannsóknastofnunar Háskóla Íslands í barna- og fjölskylduvernd. Skýrsluhöfundar eru Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru: Rúm 22% kvennanna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þetta jafngildir því að 23-27.000 konur á Íslandi hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Um 20% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið líkamlegt. Rúm 6% kvennanna sögðu ofbeldið hafa verið kynferðislegt. Hlutfallslega fleiri konur sögðust hafa verið beittar ofbeldi af hendi fyrrverandi maka (19%) en núverandi maka (7%). Hlutfallslega fleiri konur sem hafa verið beittar ofbeldi eru fráskildar í dag (51%) en þær sem eru giftar (17%) eða hvorki giftar né fráskildar (18%). Þetta skýrist af því að flestar konur sem beittar eru ofbeldi í nánum samböndum skilja eða fara úr þessum ofbeldissamböndum. Hjá um 75% svarenda bjuggu börn á heimilinu við síðasta ofbeldisatvik og um 24% kvennanna töldu að börn hefðu orðið vitni að síðasta ofbeldisatviki. Milli 1 og 2% kvenna sögðust hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi undangengna tólf mánuði. Þetta samsvarar því að 1.200-2.300 konur búi við ofbeldi á ári hverju. Frá þessu er greint á vef velferðarráðuneytisins. Þar kemur ennfremur fram að konurnar sem beittar höfðu verið ofbeldi kærðu fæstar til lögreglu, eða aðeins13%, en í 4% tilvika fékk lögreglan upplýsingar um ofbeldið á annan hátt. Af þeim konum sem kærðu voru 65% sátt við hvernig lögreglan tók á málinu en um 35% kvennanna voru ósátt. Konurnar sem ekki kæra til lögreglu nefna fyrir því ýmsar ástæður. Flestar nefna að þeim hafi fundist atvikið smávægilegt, ekki nógu alvarlegt eða ekki hugsað út í að kæra, eða 44%, um 20% segjast hafa tekist á við þetta sjálf, 9,5% að þeim hafi fundist málið skammarlegt/vandræðalegt eða kennt sjálfu sér um og 7,3% nefna ótta við ofbeldismanninn eða ótta við hefnd. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira