Lífið

Borgríki valin mynd ársins

Glæpamyndin Borgríki er mynd ársins samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins.
Glæpamyndin Borgríki er mynd ársins samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins.
Glæpamyndin Borgríki hefur verið kjörin besta innlenda mynd ársins af álitsgjöfum Fréttablaðsins.

Borgríki er besta innlenda mynd ársins 2011 samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Í öðru sæti lenti Á annan veg í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og í því þriðja var Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson.

Aðeins komu til greina þær níu myndir sem voru frumsýndar á síðasta ári og gátu þeir sem tóku þátt nefnt eina mynd. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar til sögunnar í könnuninni, sem þrettán manns svöruðu, voru Okkar eigin Osló og teiknimyndin Þór. Annars virðast aðsóknartölur litlu skipta þegar valið er annars vegar. Til að mynda sáu aðeins tæp þrettán hundruð manns gamanmyndina Á annan veg, sem nær öðru sætinu, á meðan hátt í fimmtíu þúsund manns samanlagt sáu Okkar eigin Osló og Þór. Þær náðu engu að síður aðeins fjórða og fimmta sæti í könnuninni.

Glæpamyndin Borgríki gerist í undirheimum Reykjavíkur og var hún frumsýnd 14. október. Leikstjóri var Ólafur Jóhannesson og með aðalhlutverk fóru Ingvar E. Sigurðsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Zlatko Krickic. Gagnrýnendur voru flestir mjög jákvæðir í garð hennar og áhorfendur voru einnig sáttir. Rúmlega sextán þúsund manns sáu myndina, sem var sú fjórða aðsóknarmesta á árinu.

Í svipaðri könnun sem Fréttablaðið gerði í fyrra var Brim valin besta innlenda myndin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.