Sport

Tebow-reglan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tim Tebow.
Tim Tebow. Mynd/Nordicphotos/Getty
Á síðasta ári settu yfirmenn háskólaíþróttanna nýja reglu í lagasafn sitt. Hún er aldrei kölluð annað en „Tebow-reglan" enda sett á út af Tim Tebow.

Hún gengur út á að leikmenn megi ekki setja nein orð eða auglýsingar í andlitsmálninguna sína. Flestir iðkendur amerísks fótbolta setja svartar línur undir augun fyrir leiki að hermannasið.

Tebow gerði gott betur og skrifaði „John 3:16" í málninguna í einum leik. Í kjölfarið slógu 92 milljónir manna þessa setningu inn á google-leitarvefinn.

Tebow hélt áfram að setja vísanir í biblíuna undir augun og alltaf tók Google stóran kipp.

Nokkuð er síðan yfirmenn NFL-deildarinnar settu slíka reglu hjá sér, þannig að Tebow þarf að leita annarra leiða til þess að breiða út fagnaðarerindið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×