Korn daðrar við dubstep 8. desember 2011 09:00 Jonathan Davis og félagar í Korn gáfu fyrir skömmu út sína tíundu hljóðsversplötu, The Path of Totality. nordicphotos/getty Tíunda plata rokkaranna í Korn er komin út. Núna daðra þeir við dubstep og annars konar danstónlist með áhugaverðum árangri. Bandaríska rokksveitin Korn gaf fyrir skömmu út sína tíundu hljóðversplötu, The Path of Totality. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar ákváðu að prófa nýja hluti við gerð plötunnar. Þeir blönduðu rokktónlist sinni saman við nútímalega danstónlist og hóuðu í hóp taktfastra stuðbolta úr dubsteb, drum & bass og electrohouse-geiranum. Korn-menn voru frumkvöðlar á sínum tíma, enda með þeim fyrstu til að blanda saman hiphop-tónlist og nu-metal rokki. Tengingin við dubsteb-tónlistina ætti því ekki að koma svo mjög á óvart. Upptökur fóru fram á heimili Davis í Bakersfield í Kaliforníu. Bassaleikarinn Fieldy segir gerð plötunnar hafa verið auðveldari og skipulagðari en nokkru sinni fyrr. „Við fengum fjölbreytt efni frá plötusnúðunum. Í stað þess að taka upp gítarinn eða bassann og djamma saman, fengum við innblástur frá þessum skrítnu hljóðum og vinnunni í kringum þau.“ Textarnir eru öðruvísi en áður því söngvarinn Davis ákvað að syngja ekki beint um sjálfan sig í þetta sinn heldur meira um upplifun sína af heiminum í kringum sig. Sautján ár eru liðin frá því að fyrsta plata Korn kom út, samnefnd sveitinni. Næsta plata, Life Is Peachy, kom út tveimur árum síðar og vakti enn meiri athygli. Það var þó ekki fyrr en með þeirri þriðju, Follow the Leader, sem Korn náði almennri hyllri rokkáhugamanna. Ráðvilltir unglingar áttu auðvelt með að tengja sig við innibyrgða reiði Davis sem söng af öllum lífs og sálar kröftum um erfiða æsku sína. Lögin Got the Life, All in the Family og Freak on a Leash, hittu í mark og Korn var komin í fremstu röð. Follow the Leader hefur í dag selst í um fjórtán milljónum eintaka og er vinsælasta plata Korn. Alls nemur plötusala sveitarinnar um 35 milljónum eintaka en mjög hefur þó dregið úr henni undanfarin ár. Næsta útgáfa, Issues, fékk einnig fínar viðtökur, enda voru þar flott lög á borð við Falling Away From Me og Make Me Bad. Fimmta platan Untouchables kom út 2002 og ári síðar kom út Take A Look in the Mirror, sem er síðasta platan með gítarleikaranum Brian Welch, eða Head, sem frelsaðist og ákvað að segja skilið við bandið. Trommarinn David Silveria yfirgaf Korn svo eftir að sjöunda platan, See You on the Other Side, kom út. The Path of Totality hefur fengið misjafnar viðtökur, rétt eins og síðustu plötur Korn. NME gefur henni 6 af 10 mögulegum og Spin 7 af 10. Tónlistarsíðan Sputnikmusic sér aftur á móti ekkert jákvætt við plötuna, gefur henni 0,5 af 5 mögulegum og segir Davis og félaga algjörlega úti á þekju. freyr@frettabladid.is Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Tíunda plata rokkaranna í Korn er komin út. Núna daðra þeir við dubstep og annars konar danstónlist með áhugaverðum árangri. Bandaríska rokksveitin Korn gaf fyrir skömmu út sína tíundu hljóðversplötu, The Path of Totality. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar ákváðu að prófa nýja hluti við gerð plötunnar. Þeir blönduðu rokktónlist sinni saman við nútímalega danstónlist og hóuðu í hóp taktfastra stuðbolta úr dubsteb, drum & bass og electrohouse-geiranum. Korn-menn voru frumkvöðlar á sínum tíma, enda með þeim fyrstu til að blanda saman hiphop-tónlist og nu-metal rokki. Tengingin við dubsteb-tónlistina ætti því ekki að koma svo mjög á óvart. Upptökur fóru fram á heimili Davis í Bakersfield í Kaliforníu. Bassaleikarinn Fieldy segir gerð plötunnar hafa verið auðveldari og skipulagðari en nokkru sinni fyrr. „Við fengum fjölbreytt efni frá plötusnúðunum. Í stað þess að taka upp gítarinn eða bassann og djamma saman, fengum við innblástur frá þessum skrítnu hljóðum og vinnunni í kringum þau.“ Textarnir eru öðruvísi en áður því söngvarinn Davis ákvað að syngja ekki beint um sjálfan sig í þetta sinn heldur meira um upplifun sína af heiminum í kringum sig. Sautján ár eru liðin frá því að fyrsta plata Korn kom út, samnefnd sveitinni. Næsta plata, Life Is Peachy, kom út tveimur árum síðar og vakti enn meiri athygli. Það var þó ekki fyrr en með þeirri þriðju, Follow the Leader, sem Korn náði almennri hyllri rokkáhugamanna. Ráðvilltir unglingar áttu auðvelt með að tengja sig við innibyrgða reiði Davis sem söng af öllum lífs og sálar kröftum um erfiða æsku sína. Lögin Got the Life, All in the Family og Freak on a Leash, hittu í mark og Korn var komin í fremstu röð. Follow the Leader hefur í dag selst í um fjórtán milljónum eintaka og er vinsælasta plata Korn. Alls nemur plötusala sveitarinnar um 35 milljónum eintaka en mjög hefur þó dregið úr henni undanfarin ár. Næsta útgáfa, Issues, fékk einnig fínar viðtökur, enda voru þar flott lög á borð við Falling Away From Me og Make Me Bad. Fimmta platan Untouchables kom út 2002 og ári síðar kom út Take A Look in the Mirror, sem er síðasta platan með gítarleikaranum Brian Welch, eða Head, sem frelsaðist og ákvað að segja skilið við bandið. Trommarinn David Silveria yfirgaf Korn svo eftir að sjöunda platan, See You on the Other Side, kom út. The Path of Totality hefur fengið misjafnar viðtökur, rétt eins og síðustu plötur Korn. NME gefur henni 6 af 10 mögulegum og Spin 7 af 10. Tónlistarsíðan Sputnikmusic sér aftur á móti ekkert jákvætt við plötuna, gefur henni 0,5 af 5 mögulegum og segir Davis og félaga algjörlega úti á þekju. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira