Lítil íslensk mynd sló við Scorsese og Cameron Crowe 21. nóvember 2011 16:00 Leyfði listagyðjunni að njóta sín Sigríður Níelsdóttir fór á gamals aldri að semja tónlist og búa til listaverk og vakti mikla athygli fyrir það. Heimildarmynd um hana vann sigur á Copenhagen Dox á dögunum en Sigríður náði sjálf aldrei að sjá myndina.Fréttablaðið/Hrönn Heimildarmyndin Amma Lo-Fi kom sá og sigraði á heimildarmyndahátíðinni Copenhagen Dox sem fram fór á dögunum. Myndin var valin sú besta í flokki tónlistarmynda og lagði þar kvikmyndir eftir leikstjóra á borð við Martin Scorsese og Cameron Crowe. Scorsese var með heimildarmynd um bítilinn George Harrison á meðan Crowe gerði tuttugu ára ferli bandarísku rokkrisanna í Pearl Jam skil. Svo skemmtilega vill til að myndin bar einnig sigurorð af tónleikamynd Sigur Rósar, Inni, en Ingibjörg Birgisdóttir, einn af þremur leikstjórum Ömmu Lo-Fi, er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar. „Það fer örugglega að styttast í að Jónsi verði kallaður litli bróðir hennar Ingu," segir Orri Jónsson, einn af leikstjórum myndarinnar. Amma Lo-Fi sjálf segir frá Sigríði Níelsdóttur sem ákvað þegar hún var komin yfir sjötugt að leyfa listagyðjunni að njóta sín. Hún fór að semja og gefa út tónlist, búa til klippimyndir og vakti töluverða athygli fyrir. Sérstaka athygli vakti að Sigríður prófaði sig áfram með tilraunakennda dægurtónlist, enda ekki á hverjum degi sem eldri borgarar leggja lag sitt við nýtískulegar tónlistarstefnur. Orri heyrði fyrst af verkum Sigríðar í gegnum Tólf tóna. „Mér fannst þetta strax vera eitthvað sem einhver varð að dókumentera," segir Orri en heimildarmyndin var alls átta ár í vinnslu. „Þetta vannst bara hægt og rólega eftir því sem efni og tími gaf tækifæri til." Sigríður sjálf náði hins vegar aldrei að sjá myndina í fullri lengd því hún andaðist í vor. „Dætur hennar hafa séð myndina og svo komu ættingjar hennar í Danmörku á sýningu myndarinnar í Kaupmannahöfn sem kom okkur skemmtilega á óvart." Orri og Ingibjörg voru á síðasta snúningi með að klára eftirvinnslu myndarinnar og luku við klippingu hennar aðeins nokkrum sólarhringum áður en hún var sýnd í Kaupmannahöfn. „Við fengum sýningareintakið sex klukkustundum áður en við flugum út, þetta var allt saman mjög íslenskt," segir Orri.freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Heimildarmyndin Amma Lo-Fi kom sá og sigraði á heimildarmyndahátíðinni Copenhagen Dox sem fram fór á dögunum. Myndin var valin sú besta í flokki tónlistarmynda og lagði þar kvikmyndir eftir leikstjóra á borð við Martin Scorsese og Cameron Crowe. Scorsese var með heimildarmynd um bítilinn George Harrison á meðan Crowe gerði tuttugu ára ferli bandarísku rokkrisanna í Pearl Jam skil. Svo skemmtilega vill til að myndin bar einnig sigurorð af tónleikamynd Sigur Rósar, Inni, en Ingibjörg Birgisdóttir, einn af þremur leikstjórum Ömmu Lo-Fi, er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar. „Það fer örugglega að styttast í að Jónsi verði kallaður litli bróðir hennar Ingu," segir Orri Jónsson, einn af leikstjórum myndarinnar. Amma Lo-Fi sjálf segir frá Sigríði Níelsdóttur sem ákvað þegar hún var komin yfir sjötugt að leyfa listagyðjunni að njóta sín. Hún fór að semja og gefa út tónlist, búa til klippimyndir og vakti töluverða athygli fyrir. Sérstaka athygli vakti að Sigríður prófaði sig áfram með tilraunakennda dægurtónlist, enda ekki á hverjum degi sem eldri borgarar leggja lag sitt við nýtískulegar tónlistarstefnur. Orri heyrði fyrst af verkum Sigríðar í gegnum Tólf tóna. „Mér fannst þetta strax vera eitthvað sem einhver varð að dókumentera," segir Orri en heimildarmyndin var alls átta ár í vinnslu. „Þetta vannst bara hægt og rólega eftir því sem efni og tími gaf tækifæri til." Sigríður sjálf náði hins vegar aldrei að sjá myndina í fullri lengd því hún andaðist í vor. „Dætur hennar hafa séð myndina og svo komu ættingjar hennar í Danmörku á sýningu myndarinnar í Kaupmannahöfn sem kom okkur skemmtilega á óvart." Orri og Ingibjörg voru á síðasta snúningi með að klára eftirvinnslu myndarinnar og luku við klippingu hennar aðeins nokkrum sólarhringum áður en hún var sýnd í Kaupmannahöfn. „Við fengum sýningareintakið sex klukkustundum áður en við flugum út, þetta var allt saman mjög íslenskt," segir Orri.freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira