Dáist að hörkutólunum í liðinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 07:00 Hrefna Hákonardóttir varð líka Norðurlandameistari árið 2007. Mynd/Anton Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna. Innlendar Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna.
Innlendar Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira