Situr enn sem fastast í skugga blóðbaðs 26. september 2011 04:00 Forseti Jemens, situr enn á stóli sínum þrátt fyrir háværar raddir um að hann segi af sér. Fréttablaðið/AP Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi. Í ávarpi í gær boðaði Saleh að hann væri tilbúinn til að setjast að samningaborðinu á ný til að koma á friði í landinu. Laugardagurinn var hins vegar sá blóðugasti frá því að mótmælaaðgerðir hófust í febrúar. Stjórnarhermenn hafa meðal annars beitt sprengjuvörpum og leyniskyttum til að berja niður mótmælin. Saleh hafði dvalist í Sádi-Arabíu frá því í júní, en þangað fór hann til að leita sér lækninga eftir að hafa særst alvarlega í sprengjuárás. Fjölmargir aðilar, meðal annars Samvinnuráð Persaflóa þar sem Sádi-Arabar eru í fararbroddi, hafa hvatt Saleh til að segja af sér. Þó hann segist reiðubúinn til að boða til kosninga telja andstæðingar forsetans að hann sé með þessu að tefja málin vísvitandi á meðan hann herðir tökin á landinu á ný. Vesturveldin hafa áhyggjur af því Jemen þar sem landið virðist vera orðin bækistöð fyrir hryðjuverkahópa sem tengjast meðal annars al-Qaeda. Hópar tengdir al-Qaeda hafa þegar nýtt sér upplausnarástandið og lagt undir sig bæi og borgir í suðurhluta landsins. Saleh segir sjálfur að andstæðingar sínir séu í samkrulli við al-Qaeda um að velta stjórn sinni. Hann hefur margoft sagt að njóti hans ekki við muni hryðjuverkamenn taka öll völd í landinu. Sáttmáli um stjórnarskipti, sem var saminn að frumkvæði Persaflóaríkjanna, hefur lengi legið fyrir. Samkvæmt honum þarf Saleh að láta af völdum umsvifalaust og og boða til kosninga. Hann hefur margoft vísað til þessa samkomulags en alltaf bakkað áður en til undirritunar kemur. Í ávarpi sínu í gær sagðist Saleh vera boðberi friðar og sátta, en miðað við atburði síðustu daga virist enn langt í að ástandið róist í Jemen. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi. Í ávarpi í gær boðaði Saleh að hann væri tilbúinn til að setjast að samningaborðinu á ný til að koma á friði í landinu. Laugardagurinn var hins vegar sá blóðugasti frá því að mótmælaaðgerðir hófust í febrúar. Stjórnarhermenn hafa meðal annars beitt sprengjuvörpum og leyniskyttum til að berja niður mótmælin. Saleh hafði dvalist í Sádi-Arabíu frá því í júní, en þangað fór hann til að leita sér lækninga eftir að hafa særst alvarlega í sprengjuárás. Fjölmargir aðilar, meðal annars Samvinnuráð Persaflóa þar sem Sádi-Arabar eru í fararbroddi, hafa hvatt Saleh til að segja af sér. Þó hann segist reiðubúinn til að boða til kosninga telja andstæðingar forsetans að hann sé með þessu að tefja málin vísvitandi á meðan hann herðir tökin á landinu á ný. Vesturveldin hafa áhyggjur af því Jemen þar sem landið virðist vera orðin bækistöð fyrir hryðjuverkahópa sem tengjast meðal annars al-Qaeda. Hópar tengdir al-Qaeda hafa þegar nýtt sér upplausnarástandið og lagt undir sig bæi og borgir í suðurhluta landsins. Saleh segir sjálfur að andstæðingar sínir séu í samkrulli við al-Qaeda um að velta stjórn sinni. Hann hefur margoft sagt að njóti hans ekki við muni hryðjuverkamenn taka öll völd í landinu. Sáttmáli um stjórnarskipti, sem var saminn að frumkvæði Persaflóaríkjanna, hefur lengi legið fyrir. Samkvæmt honum þarf Saleh að láta af völdum umsvifalaust og og boða til kosninga. Hann hefur margoft vísað til þessa samkomulags en alltaf bakkað áður en til undirritunar kemur. Í ávarpi sínu í gær sagðist Saleh vera boðberi friðar og sátta, en miðað við atburði síðustu daga virist enn langt í að ástandið róist í Jemen. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira