Enski boltinn

Arshavin: Tímabilið er ónýtt ef við vinnum ekki deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rússinn Andrey Arshavin segist vera í sárum yfir gengi Arsenal á síðustu vikum. Arsenal tapaði úrslitaleik deildarbikarsins og féll síðan úr leik í Meistaradeildinni og enska bikarnum.

Eina von liðsins um titil núna er enski meistaratitilinn. Arshavin segir að tímabilið verði vonbrigði ef Arsenal tekst ekki að vinna ensku deildina.

"Man. Utd er líklegra til þess að vinna deildina enda meiri stöðugleiki hjá þeim. Chelsea er líka orðið hættulegt," sagði Arshavin.

"Við erum samt í harðri baráttu við United um titilinn og eigum fína möguleika. Ef okkur mistekst að vinna deildina þá lít ég á þetta sem ónýtt tímabil," sagði Arshavin en mótlætið hefur tekið sinn toll á honum.

"Mér líður vel líkamlega en ég get ekki sagt það sama um andlega ástandið á mér. Það líkar engum knattspyrnumanni að tapa og ég er þar engin undantekning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×