Fótbolti

Rangers deildabikarmeistari eftir sigur á Celtic

Jón Júlíus Karlsson skrifar
David Weir, fyrirliði Rangers tekur á móti titilinum.
David Weir, fyrirliði Rangers tekur á móti titilinum. Nordic Photos/Getty Images
Nikica Jelavic var hetja Rangers er liðið lagði granna sína í Glasgow Celtic í úrslitum skoska deildabikarsins, 2-1 eftir framlengingu.

Rangers komst yfir á 24. mínútu með marki frá Steven Davis en skömmu síðar var það Joe Ledley sem jafnaði leikinn með góðu marki. Staðan var 1-1 í leikslok en Jelavic skoraði sigurmark Rangers á 98. mínútu leiksins.

Það er sjaldan lognmolla þegar þessi lið mætast og fékk Emilio Izaguirre að líta beint rautt spjald á lokamínútum leiksins fyrir ljóta tæklingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×