Vilja fá hreindýr á vestfirskar heiðar 12. júlí 2011 05:00 Ef hvatamönnum að vestan verður kápan úr klæðinu verður þess ekki langt að bíða uns hreindýr sjáist einnig á vestfirskum heiðum. fréttanlaðið/vilhelm Magnús Ólafs Hansson Hópur Vestfirðinga áformar að flytja hreindýr til Vestfjarða innan þriggja ára. Þó standa nokkur ljón í veginum en Búnaðarsamband Strandamanna hefur lagst gegn áformunum sem og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir meðal annars vegna hættu á að þau smiti riðu eða garnaveiki. „Ef sýnt verður fram á það með vísindalegum hætti að þau smiti sauðfé á svæðinu þá verðum við fyrstir til að bakka með þessa hugmynd,“ segir Magnús Ólafs Hansson, einn af hvatamönnunum. „Við erum hins vegar ekki til í að láta tala okkur af hugmyndinni bara með einhverjum „af því bara“ rökum. Yfirdýralæknir segist mótfallinn þessu því að hreindýr geti hugsanlega smitað sauðfé. Þetta eru ekki vísindaleg rök.“ Hann segir að hópurinn hafi fengið álit hjá sænska yfirdýralæknisembættinu og þar segir að hreindýr geti ekki smitað sauðfé af riðu eða garnaveiki. Halldór segist ekki hafa séð þetta álit. „Ég þyrfti að fá að sjá hvaða forsendur þeir gefa sér áður en ég segi eitthvað um það,“ segir hann. „Aðalatriðið er þó það að við viljum láta Vestfirðinga, með sitt hreina svæði, njóta vafans,“ segir hann, „Vestfirðingar hafa algjöra sérstöðu hvað það varðar og því markmiði var náð með miklum fjárútlátum af hálfu ríkisins og eins með miklum fórnum af hálfu bænda. Því er það ekki ásættanlegt að taka hættuna á því að einhverjir sjúkdómar komi upp á svæðinu. Við lítum líka svo á að hagsmunir sauðfjárbænda vegi þyngra en hagmunir hóps manna sem vilja flytja hreindýr á svæðið einungis til að skjóta þau.“ Varðandi það að málið hafi aldrei verið rannsakað segir hann: „Það liggja reyndar fyrir ákveðnar rannsóknir sem Sigurður Sigurðarson dýralæknir gerði og við byggðum okkar álit meðal annars á þeim.“ Hann segir einnig önnur rök renna stoðum undir afstöðu hans. „Í fyrsta lagi vita menn ekki hvort fæðuframboðið sé nægilegt á svæðinu svo að þau þrífist þar,“ segir hann. „Síðan halda engar venjulegar girðingar þessum dýrum, þau gætu þess vegna farið suður í Dali eða eitthvert annað þar sem þeirra er ekki óskað.“ Magnús Ólafs ítrekar að rannsaka verði öll þessi atriði. „Ef það kemur upp úr dúrnum, eftir þá skoðun, að þetta sé ekki gæfulegt þá tökum við því.“ Hann segir enn fremur að kanna þyrfti hversu mörg dýr væri hyggilegt að hafa á svæðinu, en þau gætu hugsanlega verið á bilinu tuttugu til fimmtíu. jse@frettabladid.is Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Magnús Ólafs Hansson Hópur Vestfirðinga áformar að flytja hreindýr til Vestfjarða innan þriggja ára. Þó standa nokkur ljón í veginum en Búnaðarsamband Strandamanna hefur lagst gegn áformunum sem og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir meðal annars vegna hættu á að þau smiti riðu eða garnaveiki. „Ef sýnt verður fram á það með vísindalegum hætti að þau smiti sauðfé á svæðinu þá verðum við fyrstir til að bakka með þessa hugmynd,“ segir Magnús Ólafs Hansson, einn af hvatamönnunum. „Við erum hins vegar ekki til í að láta tala okkur af hugmyndinni bara með einhverjum „af því bara“ rökum. Yfirdýralæknir segist mótfallinn þessu því að hreindýr geti hugsanlega smitað sauðfé. Þetta eru ekki vísindaleg rök.“ Hann segir að hópurinn hafi fengið álit hjá sænska yfirdýralæknisembættinu og þar segir að hreindýr geti ekki smitað sauðfé af riðu eða garnaveiki. Halldór segist ekki hafa séð þetta álit. „Ég þyrfti að fá að sjá hvaða forsendur þeir gefa sér áður en ég segi eitthvað um það,“ segir hann. „Aðalatriðið er þó það að við viljum láta Vestfirðinga, með sitt hreina svæði, njóta vafans,“ segir hann, „Vestfirðingar hafa algjöra sérstöðu hvað það varðar og því markmiði var náð með miklum fjárútlátum af hálfu ríkisins og eins með miklum fórnum af hálfu bænda. Því er það ekki ásættanlegt að taka hættuna á því að einhverjir sjúkdómar komi upp á svæðinu. Við lítum líka svo á að hagsmunir sauðfjárbænda vegi þyngra en hagmunir hóps manna sem vilja flytja hreindýr á svæðið einungis til að skjóta þau.“ Varðandi það að málið hafi aldrei verið rannsakað segir hann: „Það liggja reyndar fyrir ákveðnar rannsóknir sem Sigurður Sigurðarson dýralæknir gerði og við byggðum okkar álit meðal annars á þeim.“ Hann segir einnig önnur rök renna stoðum undir afstöðu hans. „Í fyrsta lagi vita menn ekki hvort fæðuframboðið sé nægilegt á svæðinu svo að þau þrífist þar,“ segir hann. „Síðan halda engar venjulegar girðingar þessum dýrum, þau gætu þess vegna farið suður í Dali eða eitthvert annað þar sem þeirra er ekki óskað.“ Magnús Ólafs ítrekar að rannsaka verði öll þessi atriði. „Ef það kemur upp úr dúrnum, eftir þá skoðun, að þetta sé ekki gæfulegt þá tökum við því.“ Hann segir enn fremur að kanna þyrfti hversu mörg dýr væri hyggilegt að hafa á svæðinu, en þau gætu hugsanlega verið á bilinu tuttugu til fimmtíu. jse@frettabladid.is
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir