Fótbolti

Björn Bergmann stendur sig í vinnunni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Góður Björn Bergmann Sigurðarson stendur sig í Noregi
Góður Björn Bergmann Sigurðarson stendur sig í Noregi Mynd/Anton
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, stendur sig vel í vinnunni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Björn Bergmann er í fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa fengið hæstu einkunn að meðaltali í leik í deildinni og hann er í efsta sæti á stoðsendingalistanum.

Alls hefur Björn leikið 13 leiki í deildarkeppninni á þessari leiktíð. Hann hefur fengið 5,85 í einkunn hjá Verdens Gang í þeim leikjum að meðaltali og eflaust þykir mörgum það ekki há einkunn.

Norsku blaðamennirnir eru hins vegar með mjög strangar reglur í þessum efnum og sá sem er efstur á listanum er með 6,18 að meðaltali. Björn, sem er aðeins tvítugur, hefur gefið 6 stoðsendingar í 13 leikjum og alls hefur hann skorað 4 mörk.

Björn var leikmaður ÍA á Akranesi áður en hann fór til Lilleström árið 2009. Bræður hans þrír hafa allir leikið sem atvinnumenn, Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Veigar Páll Gunnarsson leikmaður Stabæk er markahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 6 mörk en Anthony Ujah liðsfélagi Björns hjá Lillestrøm er markahæstur með 13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×