Georg Guðni: Málari eilífðarinnar Ragna Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2011 13:00 Georg Guðni. Mynd/Hari Georg Guðni myndlistarmaður féll frá um liðna helgi, langt fyrir aldur fram. Ragna Sigurðardóttir, myndlistarrýnir Fréttablaðsins, fer yfir feril listamannsins og metur áhrif hans og vægi. Georg Guðni var fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1980-85 og við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi 1985-87. Hann var meðal okkar ástsælustu og eftirsóttustu málara, málverk hans láta engan ósnortinn. Ferill Georgs Guðna var glæstur allt frá upphafi. Þegar árið 1985 hlaut einkasýning hans í Nýlistasafninu einróma lof gagnrýnenda. Bragi Ásgeirsson skrifaði um ungan myndlistarmann sem „verður væri allrar athygli og stuðnings," og taldi víst að listamaðurinn „ætti eftir að leggja sitthvað til málanna á vettvangi íslenzkrar myndlistar". Þau orð voru ekki ofsögð. Ekki löngu síðar fékk Lars Bohman Gallery i Svíþjóð Georg Guðna á mála hjá sér og sýndi hann verk sín þar alloft en á ferli sínum sýndi hann auk þess verk sín víða um heim, á Norðurlöndunum, í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Georg Guðni var þrisvar sinnum tilnefndur til hinna virtu, norrænu Carnegie-verðlauna og var einnig tilnefndur til Ars Fennica-verðlaunanna í Finnlandi. Málverk eftir hann eru í eigu allra helstu safna hér á landi, að auki mætti nefna Moderna Museet í Stokkhólmi og Nútímalistasafnið í Ósló. Árið 1998 sýndi Georg Guðni á Kjarvalsstöðum, 2003 var haldin yfirlitssýning á verkum hans á Listasafni Íslands og árið 2007 var Georg Guðni með einkasýningu á verkum sínum í Listasafni Akureyrar. Mikilvægi Georgs Guðna fyrir sögu íslenskrar myndlistar verður seint ofmetið. Hann setti ekki bara mark sitt á listasöguna, hann breytti henni. Og framlag hans takmarkast ekki við listasöguna heldur urðu málverk hans til þess að veita almenningi nýja sýn á íslenska náttúru. Einn á ferð og öllum að óvörum vakti Georg Guðni íslenskt landslagsmálverk úr áratuga dvala, list hans gaf almenningi nýja hugmynd um náttúru landsins. Við upphaf síðustu aldar tengdust íslensk landslagsmálverk sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar órjúfanlegum böndum. Málurum var í mun að birta landið sem sælureit því slík sýn átti betur við innblásnar hugmyndir sjálfstæðisbaráttunnar. Myndefnið tengdist gjarnan sögu þjóðarinnar og Íslendingasögum. Kjarval var einstakur í málverkum sínum af hinu smáa, hrauni og gróðri, en um miðja öldina hvarf landslagsmálverkið af sjónarsviðinu sem brýnn tjáningarmiðill í myndlist. Það var ekki fyrr en Georg Guðni kom fram með sína sterku og óvæntu sýn að landslagið opnaðist íslenskum myndlistarmönnum á ný sem frjó uppspretta myndverka. Georg Guðni opnaði augu okkar fyrir fegurð og dulúð auðnarinnar, leyndardómum þokuslunginna dala, lýsandi birtu dúnmjúks mosa í dalverpi, máttugu, einföldu formi fjalls. Náttúran í myndum hans er íslensk og einstök, en inntak listar hans er samruni mannshugans og náttúrunnar. Hann skapaði draumkenndar myndir af jarðbundnum fyrirbærum. Skrifaði í skissubókum sínum um fjöll sem hugarástand sem hann fór inn í og rannsakaði í andanum. Í málverkum hans öðlast hugmyndir um fjarlægðina og andrúmsloftið nýjar víddir. Hvert fjall er öll fjöll, dalir, kvosir, lautir, samnefnarar fyrir fyrirbæri náttúrunnar, möguleikar á ferðalagi hugans. Á síðustu árum hafa málverk Georgs Guðna öðlast enn víðtækara gildi, í samhengi við nýrri viðhorf til viðkvæmrar náttúru sem svo mikilvægt er að standa vörð um og vernda. Án efa hefur Georg Guðni verið afar meðvitaður um þennan þátt frá upphafi, en atburðir og þróun síðustu ára hafa aðeins staðfest slíka sýn. Fjölmörg orð má hafa um málverk Georgs Guðna en þau ná ekki að gera list hans skil, málverk hans eru innblásin og ógleymanleg. Skyndilegt fráfall listamannsins á hápunkti glæsilegs ferils er áfall fyrir íslenska myndlist. List Georgs Guðna á sér marga fylgisveina en engan eftirmann. Menning Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Georg Guðni myndlistarmaður féll frá um liðna helgi, langt fyrir aldur fram. Ragna Sigurðardóttir, myndlistarrýnir Fréttablaðsins, fer yfir feril listamannsins og metur áhrif hans og vægi. Georg Guðni var fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1980-85 og við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi 1985-87. Hann var meðal okkar ástsælustu og eftirsóttustu málara, málverk hans láta engan ósnortinn. Ferill Georgs Guðna var glæstur allt frá upphafi. Þegar árið 1985 hlaut einkasýning hans í Nýlistasafninu einróma lof gagnrýnenda. Bragi Ásgeirsson skrifaði um ungan myndlistarmann sem „verður væri allrar athygli og stuðnings," og taldi víst að listamaðurinn „ætti eftir að leggja sitthvað til málanna á vettvangi íslenzkrar myndlistar". Þau orð voru ekki ofsögð. Ekki löngu síðar fékk Lars Bohman Gallery i Svíþjóð Georg Guðna á mála hjá sér og sýndi hann verk sín þar alloft en á ferli sínum sýndi hann auk þess verk sín víða um heim, á Norðurlöndunum, í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Georg Guðni var þrisvar sinnum tilnefndur til hinna virtu, norrænu Carnegie-verðlauna og var einnig tilnefndur til Ars Fennica-verðlaunanna í Finnlandi. Málverk eftir hann eru í eigu allra helstu safna hér á landi, að auki mætti nefna Moderna Museet í Stokkhólmi og Nútímalistasafnið í Ósló. Árið 1998 sýndi Georg Guðni á Kjarvalsstöðum, 2003 var haldin yfirlitssýning á verkum hans á Listasafni Íslands og árið 2007 var Georg Guðni með einkasýningu á verkum sínum í Listasafni Akureyrar. Mikilvægi Georgs Guðna fyrir sögu íslenskrar myndlistar verður seint ofmetið. Hann setti ekki bara mark sitt á listasöguna, hann breytti henni. Og framlag hans takmarkast ekki við listasöguna heldur urðu málverk hans til þess að veita almenningi nýja sýn á íslenska náttúru. Einn á ferð og öllum að óvörum vakti Georg Guðni íslenskt landslagsmálverk úr áratuga dvala, list hans gaf almenningi nýja hugmynd um náttúru landsins. Við upphaf síðustu aldar tengdust íslensk landslagsmálverk sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar órjúfanlegum böndum. Málurum var í mun að birta landið sem sælureit því slík sýn átti betur við innblásnar hugmyndir sjálfstæðisbaráttunnar. Myndefnið tengdist gjarnan sögu þjóðarinnar og Íslendingasögum. Kjarval var einstakur í málverkum sínum af hinu smáa, hrauni og gróðri, en um miðja öldina hvarf landslagsmálverkið af sjónarsviðinu sem brýnn tjáningarmiðill í myndlist. Það var ekki fyrr en Georg Guðni kom fram með sína sterku og óvæntu sýn að landslagið opnaðist íslenskum myndlistarmönnum á ný sem frjó uppspretta myndverka. Georg Guðni opnaði augu okkar fyrir fegurð og dulúð auðnarinnar, leyndardómum þokuslunginna dala, lýsandi birtu dúnmjúks mosa í dalverpi, máttugu, einföldu formi fjalls. Náttúran í myndum hans er íslensk og einstök, en inntak listar hans er samruni mannshugans og náttúrunnar. Hann skapaði draumkenndar myndir af jarðbundnum fyrirbærum. Skrifaði í skissubókum sínum um fjöll sem hugarástand sem hann fór inn í og rannsakaði í andanum. Í málverkum hans öðlast hugmyndir um fjarlægðina og andrúmsloftið nýjar víddir. Hvert fjall er öll fjöll, dalir, kvosir, lautir, samnefnarar fyrir fyrirbæri náttúrunnar, möguleikar á ferðalagi hugans. Á síðustu árum hafa málverk Georgs Guðna öðlast enn víðtækara gildi, í samhengi við nýrri viðhorf til viðkvæmrar náttúru sem svo mikilvægt er að standa vörð um og vernda. Án efa hefur Georg Guðni verið afar meðvitaður um þennan þátt frá upphafi, en atburðir og þróun síðustu ára hafa aðeins staðfest slíka sýn. Fjölmörg orð má hafa um málverk Georgs Guðna en þau ná ekki að gera list hans skil, málverk hans eru innblásin og ógleymanleg. Skyndilegt fráfall listamannsins á hápunkti glæsilegs ferils er áfall fyrir íslenska myndlist. List Georgs Guðna á sér marga fylgisveina en engan eftirmann.
Menning Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira