Innlent

Hliðum enn stolið við Dyrhólaey

Dyrhólaey Margir íbúar í Mýrdalshreppi telja lokun Umhverfisstofnunar skemma fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
Dyrhólaey Margir íbúar í Mýrdalshreppi telja lokun Umhverfisstofnunar skemma fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.
Íbúar í Mýrdalshreppi hafa síðustu daga haldið áfram að taka niður hlið, keðjur og aðrar hindranir sem Umhverfisstofnun hefur sett upp við Dyrhólaey. Á sunnudag lá við handalögmálum við eyjuna þegar íbúar reyndu að koma í veg fyrir að starfsmaður Umhverfisstofnunar setti upp keðjur á svæðinu.

„Hluti Dyrhólaeyjar, Háey, var opnaður á þriðjudagsmorgun en Lágey á að halda lokaðri til 25. júní. Við höfum því sett upp lokanir við Lágey en þær hafa tvívegis verið fjarlægðar í vikunni,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun hefur að ráðum fuglafræðings lokað Dyrhólaey fyrir mannaferðum meðan á varpi fugla á svæðinu stendur eins og stofnunin hefur heimild til í lögum. Íbúar í Mýrdalshreppi hafa hins vegar margir verið mjög óánægðir með lokunina og tekið niður og stolið öllu sem stofnunin hefur sett þar upp.

„Menn virðast ætla að halda þessu áfram en við munum reyna eftir bestu geta að halda svæðinu lokuðu og munum óska eftir aðstoð lögreglunnar við það,“ segir Ólafur Arnar að lokum.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×