Innlent

Fyrsti tankurinn farinn

skál fyrir því Jón Elías innsiglar framleiðslu á húsbjórnum með Guðjóni Þ. Guðmundssyni hjá Samskipum og Mikael Porsklint hjá sænska dreifingarfyrirtækinu Wicked Wine.
skál fyrir því Jón Elías innsiglar framleiðslu á húsbjórnum með Guðjóni Þ. Guðmundssyni hjá Samskipum og Mikael Porsklint hjá sænska dreifingarfyrirtækinu Wicked Wine.
„Það er mánuður síðan fyrsti tankurinn fór og annar er að fara af stað,“ segir Jón Elías Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts Brugghúss í Flóahreppi.

Jón Elías undirritaði fyrir stuttu samning um framleiðslu á sérstökum húsbjór fyrir veitingastaðinn Sorbon í Stokkhólmi. Bjórinn heitir Sorbon X og er amerískt þurrhumlað ljósöl. Slíkur bjór nýtur vinsælda í Svíþjóð.

Veitingahúsið er eitt nokkurra í Svíþjóð, Danmörku og Kanada, sem býður upp á kranabjór frá Ölvisholti. Jón Elías heimsækir reglulega viðskiptavini brugghússins ytra og búa eigendur staðanna til sérstakan matseðil í kringum einn ákveðinn bjór. „Það var í kringum svona sem þeir spurðu hvort við gætum búið til sérstakan bjór fyrir þá. Ég hélt það nú,“ segir Jón Elías.

Fyrsta sendingin, þrjú þúsund lítrar, barst Sorbon fyrir stuttu. Slík var eftirvæntingin að fyrsti þrjátíu lítra kúturinn tæmdist á átta mínútum. Þá hefur dreifingaraðili í Bandaríkjunum falast eftir því að dreifa bjór Brugghússins. „Við erum nú að spila í úrvalsdeildinni,“ segir Jón Elías. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×