Hættir loksins að klára appelsínusafa mömmu 7. júní 2011 10:00 Steinþór Helgi, umboðsmaður Hjaltalín, hefur unað sér vel á heimili móður sinnar, Eddu Hauksdóttur, alla sína tíð en hefur nú yfirgefið hreiðrið. Hér eru mæðginin ásamt Dúdda og Dolla, sem Steinþór saknar mikið.fréttablaðið/stefán „Það eru allir að tala um að ég sé brjálaður að flytja út frá mömmu fyrir þrítugt,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín og starfsmaður Senu. Hinn 27 ára gamli Steinþór Helgi hefur kvatt móður sína, Eddu Hauksdóttur, eftir sambúð sem hefur varað frá fæðingu Steinþórs. Hann hefur unað sér vel í kjallara á heimili móður sinnar síðustu ár og játar að hann muni sakna hennar mikið. „Já og púðluhundanna, Dúdda og Dolla. Ég á eftir að sakna að kúra með þeim,“ segir Steinþór meyr. Móðir Steinþórs býr á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, sem var ein af ástæðunum fyrir því að dvöl hans á heimilinu var jafn löng og raun ber vitni. „Ég er mikill mömmustrákur,“ segir Steinþór. „Ég og mamma mín eigum í mjög skemmtilegu og heilbrigðu sambandi. Það var lítill hvati til að fara. Þetta var allt í svo fallegu og góðu ástandi.“ Steinþór hefur þó mátt þola mikinn þrýsting um að flytja út, ekki aðeins frá samfélaginu heldur einnig móður sinni, sem setti lagið Single Ladies með Beyoncé á Facebook þegar unginn hafði yfirgefið hreiðrið. „Það hefur verið þrýstingur á mér frá móður minni síðan ég kláraði menntaskóla. En ég held samt að hún sakni mín lúmskt, þrátt fyrir að hún hafi gefið yfirlýsingar um annað,“ segir Steinþór. Steinþór kvíðir ekki piparsveinalífinu, enda segist hann vel í stakk búinn að sjá um sig sjálfur og þvertekur fyrir að hann ætli að fá hjálp frá móður sinni við að þvo af sér. „Ég er alinn upp af einstæðri móður sem hefur kennt mér margt í gegnum tíðina,“ segir hann. „Ég er fullfær húsmóðir og er búinn að fjárfesta í fallegri þvottavél, þannig að það verður ekkert vandamál. Ég fæ hana kannski til að bjóða mér í mat stöku sinnum.“ Og þótt ýmislegt breytist neitar því Steinþór að þetta umturni lífi hans. „Það sem breytist helst er að ég get loksins sett chili í matinn sem ég elda og fæ ekki samviskubit þegar ég drekk appelsínusafa. Mamma er alltaf að skamma mig fyrir að drekka appelsínusafann hennar,“ segir hann. „Mamma getur nú keypt sér lúxusappelsínusafa sem endist eitthvað.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Það eru allir að tala um að ég sé brjálaður að flytja út frá mömmu fyrir þrítugt,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín og starfsmaður Senu. Hinn 27 ára gamli Steinþór Helgi hefur kvatt móður sína, Eddu Hauksdóttur, eftir sambúð sem hefur varað frá fæðingu Steinþórs. Hann hefur unað sér vel í kjallara á heimili móður sinnar síðustu ár og játar að hann muni sakna hennar mikið. „Já og púðluhundanna, Dúdda og Dolla. Ég á eftir að sakna að kúra með þeim,“ segir Steinþór meyr. Móðir Steinþórs býr á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, sem var ein af ástæðunum fyrir því að dvöl hans á heimilinu var jafn löng og raun ber vitni. „Ég er mikill mömmustrákur,“ segir Steinþór. „Ég og mamma mín eigum í mjög skemmtilegu og heilbrigðu sambandi. Það var lítill hvati til að fara. Þetta var allt í svo fallegu og góðu ástandi.“ Steinþór hefur þó mátt þola mikinn þrýsting um að flytja út, ekki aðeins frá samfélaginu heldur einnig móður sinni, sem setti lagið Single Ladies með Beyoncé á Facebook þegar unginn hafði yfirgefið hreiðrið. „Það hefur verið þrýstingur á mér frá móður minni síðan ég kláraði menntaskóla. En ég held samt að hún sakni mín lúmskt, þrátt fyrir að hún hafi gefið yfirlýsingar um annað,“ segir Steinþór. Steinþór kvíðir ekki piparsveinalífinu, enda segist hann vel í stakk búinn að sjá um sig sjálfur og þvertekur fyrir að hann ætli að fá hjálp frá móður sinni við að þvo af sér. „Ég er alinn upp af einstæðri móður sem hefur kennt mér margt í gegnum tíðina,“ segir hann. „Ég er fullfær húsmóðir og er búinn að fjárfesta í fallegri þvottavél, þannig að það verður ekkert vandamál. Ég fæ hana kannski til að bjóða mér í mat stöku sinnum.“ Og þótt ýmislegt breytist neitar því Steinþór að þetta umturni lífi hans. „Það sem breytist helst er að ég get loksins sett chili í matinn sem ég elda og fæ ekki samviskubit þegar ég drekk appelsínusafa. Mamma er alltaf að skamma mig fyrir að drekka appelsínusafann hennar,“ segir hann. „Mamma getur nú keypt sér lúxusappelsínusafa sem endist eitthvað.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira