Útvegaði burðardýr til fíkniefnasmygls 7. júní 2011 06:30 Fangar í taílensku fangelsi Brynjar Mettinisson hitti manninn sem hann hafði fengið til að flytja fíkniefni fyrir annan til Japans á Fortune-hótelinu í Bangkok. Sá reyndist vera rannsóknarlögreglumaður.Fréttablaðið/Samsett mynd Brynjar Mettinisson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi, útvegaði arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. Chamnarn Viravan, aðalræðismaður Íslands í Taílandi, hefur ekki fengið afrit af skýrslu lögreglunnar vegna handtöku Brynjars en hefur verið í sambandi við unnustu hans ytra. Frásögn Viravans af tildrögum málsins er önnur í svarskeyti hans til Fréttablaðsins en fram hefur komið. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í Bangkok á mánudag í síðustu viku eftir að lögregla handtók hann með öðrum manni. Samkvæmt fyrri frásögnum var hann á heimleið frá veitingastað ásamt unnustu sinni þegar þau hittu ástralskan mann sem Brynjar kannaðist lítillega við. Lögreglu hafi þá borið að sem fann fíkniefni á þeim ástralska en engin á Brynjari. Þeir hafi verið handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Viravan hefur hins vegar eftir unnustu Brynjars að arabískur maður hafi sett sig í samband við Brynjar og reynt að fá hann til að flytja fyrir sig lyf til Japans. Þeir áttu samskipti sín á milli á Skype-samskiptaforritinu á netinu og mun unnustan hafa heyrt Brynjar spyrja hvort lyfið væri ólöglegt. Því hafi sá arabíski neitað, sagt Brynjari að hafa ekki áhyggjur, um lyfjablöndu væri að ræða sem ætti að afhenda lækni í Japan. Samkvæmt lýsingu Viravans sagði sá arabíski Brynjari að hann þyrfti ekki að flytja lyfið sjálfur, hann gæti fundið burðardýr fyrir sig. Engu að síður fengi hann 2.500 Bandaríkjadali fyrir viðvikið, tæpar 290 þúsund krónur. Brynjar fann að loknum mann sem tilbúinn var til verksins og ákvað að hitta hann á Grand Mercure Fortune hótelinu, sem er í nýjasta borgarhluta Bangkok, á mánudag. Þeir hringdu þaðan í arabíska manninn, sem kom með eiturlyfin á hótelið. Burðardýrið reyndist vera rannsóknarlögreglumaður og voru tvímenningarnir handteknir á staðnum. Aðalræðismaður Íslands í Taílandi hefur útvegað Brynjari lögfræðing og áttu þeir að hittast í gær eða í dag. Réttað verður í máli Brynjars snemma í ágúst, að sögn aðalræðismannsins. jonab@frettabladid.is Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Brynjar Mettinisson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi, útvegaði arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. Chamnarn Viravan, aðalræðismaður Íslands í Taílandi, hefur ekki fengið afrit af skýrslu lögreglunnar vegna handtöku Brynjars en hefur verið í sambandi við unnustu hans ytra. Frásögn Viravans af tildrögum málsins er önnur í svarskeyti hans til Fréttablaðsins en fram hefur komið. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í Bangkok á mánudag í síðustu viku eftir að lögregla handtók hann með öðrum manni. Samkvæmt fyrri frásögnum var hann á heimleið frá veitingastað ásamt unnustu sinni þegar þau hittu ástralskan mann sem Brynjar kannaðist lítillega við. Lögreglu hafi þá borið að sem fann fíkniefni á þeim ástralska en engin á Brynjari. Þeir hafi verið handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Viravan hefur hins vegar eftir unnustu Brynjars að arabískur maður hafi sett sig í samband við Brynjar og reynt að fá hann til að flytja fyrir sig lyf til Japans. Þeir áttu samskipti sín á milli á Skype-samskiptaforritinu á netinu og mun unnustan hafa heyrt Brynjar spyrja hvort lyfið væri ólöglegt. Því hafi sá arabíski neitað, sagt Brynjari að hafa ekki áhyggjur, um lyfjablöndu væri að ræða sem ætti að afhenda lækni í Japan. Samkvæmt lýsingu Viravans sagði sá arabíski Brynjari að hann þyrfti ekki að flytja lyfið sjálfur, hann gæti fundið burðardýr fyrir sig. Engu að síður fengi hann 2.500 Bandaríkjadali fyrir viðvikið, tæpar 290 þúsund krónur. Brynjar fann að loknum mann sem tilbúinn var til verksins og ákvað að hitta hann á Grand Mercure Fortune hótelinu, sem er í nýjasta borgarhluta Bangkok, á mánudag. Þeir hringdu þaðan í arabíska manninn, sem kom með eiturlyfin á hótelið. Burðardýrið reyndist vera rannsóknarlögreglumaður og voru tvímenningarnir handteknir á staðnum. Aðalræðismaður Íslands í Taílandi hefur útvegað Brynjari lögfræðing og áttu þeir að hittast í gær eða í dag. Réttað verður í máli Brynjars snemma í ágúst, að sögn aðalræðismannsins. jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira