Lífið

Fjölskyldan útskrifast saman

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir útskrifast frá Háskóla Íslands ásamt móður sinni Jóhönnu Lövdahl og bróður sínum, Sigfúsi, en yngsti bróðirinn Einar var að útskrifast frá MR.
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir útskrifast frá Háskóla Íslands ásamt móður sinni Jóhönnu Lövdahl og bróður sínum, Sigfúsi, en yngsti bróðirinn Einar var að útskrifast frá MR.
„Við vorum eitthvað að hlæja að því fyrr í vetur að kannski mundum við útskrifast öll á sama tíma en vorum ekki viss um að það mundi takast,“ segir Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og master í mannauðsstjórnun, sem útskrifast laugardaginn 11. júní frá Háskóla Íslands. Dagurinn verður viðburðaríkur í fjölskyldunni þar sem móðir hennar og bróðir eru einnig að útskrifast úr sama skóla.

 

Móðir hennar, Jóhanna Lövdahl er að klára master í náms-og starfsráðgjöf og bróðir hennar, Sigfús Kristinn Gunnlaugsson, er að útskrifast sem læknir. Yngsti bróðir hennar, Einar, var síðan að útskrifast úr Menntaskólanum í Reykjavík í lok maí.

 

„Þetta er ekkert smá skemmtilegt að við náðum þessum áfanga öll saman,“ segir Eva Ýr og viðurkennir að próftímabilið hafi verið undarlegt í þetta skiptið enda ekki vanalegt að heil fjölskylda sé samferða í skólagöngunni með þessum hætti

 

„Mamma kallaði heimili sitt fyrir „studyhall“ þar sem öll borð voru undirlögð af tölvum og skólabókum. Ég átti það til að flýja til mömmu á próftímabilinu í vor en ég gat verið viss að andrúmsloftið þar væri vel lærdómshæft,“ segir Eva Ýr og undirstrikar að móðir sín hafi staðið sig sérstaklega vel í að hvetja systkinin áfram í lestrinum þrátt fyrir að vera sjálf með nefið í bókunum.

Eva Ýr segir að þau séu að skipuleggja sameiginlega útskriftarveislu. „Við ætlum að slá upp heljarinnar veislu hjá mömmu enda er þetta gott tilefni til að fagna saman.“ - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.