Lífið

Beckham til í tattú á typpið

Knattspyrnukappinn David Beckham ber um þrjátíu húðflúr og sagðist í nýlegu sjónvarpsviðtali hafa íhugað að fá sér tattú á typpið.
Knattspyrnukappinn David Beckham ber um þrjátíu húðflúr og sagðist í nýlegu sjónvarpsviðtali hafa íhugað að fá sér tattú á typpið.
Knattspyrnugoðið David Beckham íhugar að fá sér húðflúr á sitt allra heilagasta. Beckham mætti í viðtal til sjónvarpsfréttamannsins Craig Ferguson á dögunum og spurði fréttamaðurinn hann meðal annars út í húðflúrin, sem hafa löngum vakið mikla athygli.

 

Beckham kvaðst vera með um þrjátíu húðflúr á líkamanum, án þess þó að vita nákvæma tölu. Ferguson spurði hann þá hvort hann hefði einhvern tímann fengið sér húðflúr á typpið og Beckham svaraði einfaldlega: „Ekki enn, en ég var að spá í það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.