Erlent

Forsetinn og helstu ráðamenn illa særðir

Mótmæli í Sanaa. Alda mótmæla gegn forseta Jemens hefur verið óstöðvandi vikum saman. Nordicphotos/AFP
Mótmæli í Sanaa. Alda mótmæla gegn forseta Jemens hefur verið óstöðvandi vikum saman. Nordicphotos/AFP
Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, særðist þegar hópur uppreisnarmanna skaut flugskeytum á forsetahöllina í Sanaa í gær.  Að minnsta kosti sex verðir létu lífið og sjö háttsettir embættismenn særðust einnig, þar á meðal forsætisráðherra, varaforsætisráðherra, þingforseti landsins og ríkisstjórinn í Sanaa.

 

Bæði Nooman Dweid, ríkisstjóri Sanaa, og Rashad al-Alimi, varaforsætisráðherra, eru alvarlega særðir og al-Alami hefur ekki komist til meðvitundar.

 

Jemenskur embættismaður segir að forsetinn hafi aðeins hlotið minniháttar meiðsli á hálsi. Hann sé nú við góða heilsu, en sjónvarpsstöð stjórnarandstæðinga hafði fullyrt að forsetinn hefði fallið í árásinni.

 

Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar hafa barist hart í höfuðborg Jemens í nærri hálfan mánuð og hafa þau átök kostað hátt á annað hundrað manns lífið. Þetta er þó í fyrsta sinn sem árás er gerð á forsetahölllina.

 

Nokkrir fjölmennir og áhrifamiklir ættflokkar í landinu hafa skipað sér í sveit með mótmælendum, sem krefjast umbóta og afsagnar forsetans.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×