Lífið

Lesendur Q ósáttir við mokkasínur Árna

Árni Hjörvar og félagar í The Vaccines fá á baukinn fyrir fatasmekk sinn. Mokkasínur Árna þykja sérstaklega sorglegar.
Árni Hjörvar og félagar í The Vaccines fá á baukinn fyrir fatasmekk sinn. Mokkasínur Árna þykja sérstaklega sorglegar.
Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines, og félagar hans í sveitinni fá á baukinn í nýju hefti tónlistarblaðsins Q. Ekki er það þó tónlist hinnar vinsælu hljómsveitar sem er gagnrýnd heldur fatasmekkur liðsmanna hennar. Lesandinn Max Haining sendir Q bréf þar sem hann gagnrýnir útlitið á bandinu og falla skrif hans svo vel í kramið hjá ritstjórn blaðsins að þau eru valin Bréf mánaðarins.

„Eftir að hafa lesið síðasta tölublað Q blöskraði mér að sjá hvernig sumir tónlistarmenn í dag klæða sig. The Vaccines er kannski góð hljómsveit en meðlimir hennar líta út eins og þeir hafi stolið fötunum sínum úr fataskáp afa sinna. Beady Eye og The Strokes kunna alla vega ennþá að klæða sig eins og rokkstjörnur en ekki eins og landafræðikennarar," segir í bréfi Haining.

Ritstjórn Q tekur þó ekki undir gagnrýnina og lýsir blaðið því yfir að rúskinnsmokkasínur Árna og félaga, með kögri og öllu tilheyrandi, muni slá í gegn innan tíðar.- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.