Lífið

Finnst gaman að vera kvæntur

Kevin Bacon er hamingjusamlega kvæntur leikkonunni Kyru Sedgwick. Nordicphotos/getty
Kevin Bacon er hamingjusamlega kvæntur leikkonunni Kyru Sedgwick. Nordicphotos/getty
Kevin Bacon hefur verið með leikkonunni Kyru Sedgwick í rúma tvo áratugi og segist afskaplega hamingjusamlega kvæntur.

„Mér finnst gaman að vera kvæntur henni og mér finnst gaman að eyða tíma með henni. Við fundum réttu manneskjuna til að eyða ævinni með og það er ánægjulegt. Ég tel samt að ef fólk upplifir aldrei samlíf með meira en einni manneskju að þá geti hjónabandið orðið erfiðara. Ég þarf þó ekki að óttast það,“ sagði leikarinn um hjónaband sitt og Sedgwick.

Hjónin hafa þó gengið í gegnum erfiðleika og töpuðu þau meðal annars sparifé sínu í tengslum við Madoff-málið. „Það var mjög erfiður tími. En við vorum bæði ung og gátum því brett upp ermar og unnið hörðum höndum við það að byggja líf okkar aftur upp. En við gengum í gegnum þetta saman og það skipti sköpum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.