Hárkolla Arnars Gunnlaugs slær í gegn 27. maí 2011 11:30 Landslið U21 hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en liðið leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í júní í Danmörku. Og nú er búið að gera auglýsingar til að skapa smá stemningu fyrir mótið. „Við vildum finna flöt á EM U21 í fótbolta sem undirstrikaði hvað þetta er í raun frábær árangur hjá þessum strákum og kitla þjóðarstoltið örlítið í leiðinni," segir Guðmundur Kárason. Ásamt Ívari Bjarklind, Sævari Guðmundssyni og Ágústi Haukssyni á hann heiðurinn af auglýsingum fyrir Ríkissjónvarpið til að vekja athygli á EM U21 í fótbolta, en auglýsingar hafa vakið athygli í netheimunum.Ívar Bjarklind átti grunnhugmyndina að auglýsingunum en það voru Guðmundur og Sævar sem útfærðu þær. Þeir reka ásamt Ágústi Haukssyni upptöku- og framleiðslufyrirtækið Purkur ehf. Mynd/AntonÍ auglýsingunum má sjá gamlar kempur úr fótboltanum reyna að smygla sér inn í hópinn hjá strákunum en A-landslið Íslands hefur aldrei náð þeim góða árangri að komast á stórmót í knattspyrnu. Auglýsingarnar eru þrjár talsins og þar leika knattspyrnukapparnir Pétur Marteinsson, Arnar Gunnlaugsson og Tryggvi Guðmundsson lykilhlutverk.Horfa á auglýsinguna með Pétri Marteins.Horfa á auglýsinguna með Tryggva Guðmunds.Horfa á auglýsinguna með Arnari Gunnlaugs (einnig er hægt að horfa á hana hér fyrir ofan). „Við ákváðum að nýta þekkt andlit úr boltanum, sem aldrei hafa verið nálægt því að ná öðrum eins árangri með landsliðinu, til að vekja athygli á strákunum í unglingalandsliðinu," segir Guðmundur og bætir við að fótboltakempurnar hafi strax tekið mjög vel í þessa hugmynd og upptökuferlið verið skemmtilegt.Pétur Marteins reynir að koma strákunum í stuð við tóna Ace of Base en fær dræmar undirtektir og er loks rekinn út.„Við tókum upp þrjár auglýsingar á sex klukkutímum, sem er mjög knappur tími enda gefur maður sér venjulega heilan dag fyrir 50 sekúndna bút. Það var hávaðarok og allir að drepast úr kulda en strákarnir voru fagmenn fram í fingurgóma," segir Guðmundur. Hann viðurkennir að það sé ekkert gefið að góðir íþróttamenn séu líka góðir leikarar en þeir Pétur, Arnar, Tryggvi og Eyjólfur Sverrisson sýndu stjörnutakta að mati Guðmundar. „Þeir voru rosalega góðir og komu okkur á óvart. Það var náttúrlega snilld að koma hárkollunni á Arnar, hann tekur sig vel út." alfrun@frettabladid.isTryggvi Guðmundsson skilur ekki af hverju hann getur ekki fengið að vera með í reit og reynir að hrista strákana til. Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Landslið U21 hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en liðið leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í júní í Danmörku. Og nú er búið að gera auglýsingar til að skapa smá stemningu fyrir mótið. „Við vildum finna flöt á EM U21 í fótbolta sem undirstrikaði hvað þetta er í raun frábær árangur hjá þessum strákum og kitla þjóðarstoltið örlítið í leiðinni," segir Guðmundur Kárason. Ásamt Ívari Bjarklind, Sævari Guðmundssyni og Ágústi Haukssyni á hann heiðurinn af auglýsingum fyrir Ríkissjónvarpið til að vekja athygli á EM U21 í fótbolta, en auglýsingar hafa vakið athygli í netheimunum.Ívar Bjarklind átti grunnhugmyndina að auglýsingunum en það voru Guðmundur og Sævar sem útfærðu þær. Þeir reka ásamt Ágústi Haukssyni upptöku- og framleiðslufyrirtækið Purkur ehf. Mynd/AntonÍ auglýsingunum má sjá gamlar kempur úr fótboltanum reyna að smygla sér inn í hópinn hjá strákunum en A-landslið Íslands hefur aldrei náð þeim góða árangri að komast á stórmót í knattspyrnu. Auglýsingarnar eru þrjár talsins og þar leika knattspyrnukapparnir Pétur Marteinsson, Arnar Gunnlaugsson og Tryggvi Guðmundsson lykilhlutverk.Horfa á auglýsinguna með Pétri Marteins.Horfa á auglýsinguna með Tryggva Guðmunds.Horfa á auglýsinguna með Arnari Gunnlaugs (einnig er hægt að horfa á hana hér fyrir ofan). „Við ákváðum að nýta þekkt andlit úr boltanum, sem aldrei hafa verið nálægt því að ná öðrum eins árangri með landsliðinu, til að vekja athygli á strákunum í unglingalandsliðinu," segir Guðmundur og bætir við að fótboltakempurnar hafi strax tekið mjög vel í þessa hugmynd og upptökuferlið verið skemmtilegt.Pétur Marteins reynir að koma strákunum í stuð við tóna Ace of Base en fær dræmar undirtektir og er loks rekinn út.„Við tókum upp þrjár auglýsingar á sex klukkutímum, sem er mjög knappur tími enda gefur maður sér venjulega heilan dag fyrir 50 sekúndna bút. Það var hávaðarok og allir að drepast úr kulda en strákarnir voru fagmenn fram í fingurgóma," segir Guðmundur. Hann viðurkennir að það sé ekkert gefið að góðir íþróttamenn séu líka góðir leikarar en þeir Pétur, Arnar, Tryggvi og Eyjólfur Sverrisson sýndu stjörnutakta að mati Guðmundar. „Þeir voru rosalega góðir og komu okkur á óvart. Það var náttúrlega snilld að koma hárkollunni á Arnar, hann tekur sig vel út." alfrun@frettabladid.isTryggvi Guðmundsson skilur ekki af hverju hann getur ekki fengið að vera með í reit og reynir að hrista strákana til.
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira