Heimsyfirráð Lady Gaga 19. maí 2011 17:00 Platan Born This Way með Lady Gaga kemur út eftir helgi. Þéttur danstakturinn er áfram í fyrirrúmi og ljóst er að hún ætlar ekkert að slaka á heimsyfirráðum sínum í poppheiminum. Önnur hljóðsversplata poppdívunnar Lady Gaga í fullri lengd, Born This Way, kemur út á mánudaginn og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda er Gaga líklega vinsælasti poppari heims í dag ásamt Justin Bieber. Gaga heitir réttu nafni Stefani Germanotta og fæddist í New York 28. mars 1986. Hún gekk í kaþólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistarnám við Tisch-skólann í Háskóla New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarnir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury (nafnið Gaga er fengið úr Queen-laginu Radio Ga Ga) ásamt poppurum á borð við Madonnu og Michael Jackson. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Def Jam varð fyrst til að semja við hana en ekkert kom út úr því samstarfi. Hún komst þá í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vincents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Interscope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popparinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sameiginlegan útgáfusamning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga byrjaði að undirbúa sinn eigin sólóferil og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í framhaldinu platan The Fame. Þar samdi hún öll lögin, meðal annars í samstarfi við Fusari. Miklar vinsældir Just Dance opnuðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. The Fame hefur nú selst í yfir tólf milljónum eintaka. Næsta plata Gaga, The Fame Monster, átti upphaflega að vera bónusplata með The Fame en ákveðið var að bæta fleiri lögum við og gefa út átta laga plötu. Hún fékk einnig jákvæðar viðtökur, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Bad Romance. Nýja platan Born This Way hefur að geyma fjórtán lög og semur Gaga sem fyrr allt efnið í samstarfi við aðra. Titillagið Born This Way, þar sem þéttur danstakturinn er eins og áður í fyrirrúmi, fór rakleiðis á toppinn í tuttugu löndum. Miðað við þau lög sem hafa heyrst af plötunni er Gaga enn í fínu formi og mun vafalítið ekki slaka á heimsyfirráðum sínum í poppinu á næstunni. freyr@frettabladid.is Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Platan Born This Way með Lady Gaga kemur út eftir helgi. Þéttur danstakturinn er áfram í fyrirrúmi og ljóst er að hún ætlar ekkert að slaka á heimsyfirráðum sínum í poppheiminum. Önnur hljóðsversplata poppdívunnar Lady Gaga í fullri lengd, Born This Way, kemur út á mánudaginn og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda er Gaga líklega vinsælasti poppari heims í dag ásamt Justin Bieber. Gaga heitir réttu nafni Stefani Germanotta og fæddist í New York 28. mars 1986. Hún gekk í kaþólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistarnám við Tisch-skólann í Háskóla New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarnir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury (nafnið Gaga er fengið úr Queen-laginu Radio Ga Ga) ásamt poppurum á borð við Madonnu og Michael Jackson. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Def Jam varð fyrst til að semja við hana en ekkert kom út úr því samstarfi. Hún komst þá í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vincents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Interscope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popparinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sameiginlegan útgáfusamning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga byrjaði að undirbúa sinn eigin sólóferil og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í framhaldinu platan The Fame. Þar samdi hún öll lögin, meðal annars í samstarfi við Fusari. Miklar vinsældir Just Dance opnuðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. The Fame hefur nú selst í yfir tólf milljónum eintaka. Næsta plata Gaga, The Fame Monster, átti upphaflega að vera bónusplata með The Fame en ákveðið var að bæta fleiri lögum við og gefa út átta laga plötu. Hún fékk einnig jákvæðar viðtökur, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Bad Romance. Nýja platan Born This Way hefur að geyma fjórtán lög og semur Gaga sem fyrr allt efnið í samstarfi við aðra. Titillagið Born This Way, þar sem þéttur danstakturinn er eins og áður í fyrirrúmi, fór rakleiðis á toppinn í tuttugu löndum. Miðað við þau lög sem hafa heyrst af plötunni er Gaga enn í fínu formi og mun vafalítið ekki slaka á heimsyfirráðum sínum í poppinu á næstunni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira