Working Title kaupir víkingamynd Baltasars 17. maí 2011 11:00 Working Title Films hefur keypt réttinn að víkingamynd Baltasars Kormáks. Fréttablaðið/Anton Brink Breska framleiðslufyrirtækið Working Title Films hefur keypt kvikmyndaréttinn að víkingamynd Baltasars Kormáks en gengið var frá samningum þess efnis nýverið. Samkvæmt nýjum samningum mun Baltasar leikstýra myndinni og vera einn af meðframleiðendum. Working Title á réttinn til tveggja ára og er stefnt að því að gera myndina innan þess tíma. „Ég er búinn að vinna lengi að þessu," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Working Title Films er feikilega virt framleiðslufyrirtæki, gerir kvikmyndir oft með Universal en leiðir Baltasars og fyrirtækisins lágu fyrst saman í gegnum Contraband, sem er endurgerð á Reykjavík-Rotterdam. Það vakti mikla athygli þegar Fréttablaðið greindi frá því í október árið 2008 að Baltasar hygðist gera hér stærstu kvikmynd Íslandssögunnar, 60 milljón dollara víkingamynd. Framleiðendur frá bandaríska framleiðslufyrirtækinu 26 Films komu hingað og skoðuðu aðstæður og allt leit vel út, byggja átti víkingaþorp og láta það veðrast fyrir tökur. En svo fóru á kreik sögusagnir um að myndin yrði ekki að veruleika en Baltasar vísar því algerlega á bug. „Það sem gerðist var að framleiðendurnir á bak við 26 Films hættu að vinna saman. Ég fór með handritið til Working Title og þeir voru mjög spenntir." En þá kom sjálfur Mel Gibson og setti stórt strik í reikninginn. Hollywood-stjarnan tilkynnti að hún hygðist gera víkingamynd með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. „Og þá fraus verkefnið eiginlega, menn voru ekki tilbúnir að fara í framleiðslu á öðru svona keimlíku efni." Hreyfing komst á málið þegar Gibson klúðraði sínum málum með undarlegri hegðun í einkalífinu og þegar tökum á Contraband lauk fóru samningaviðræður á fullt aftur. Þeim lauk svo fyrir skemmstu. „Svona stórt verkefni tekur alltaf sinn tíma." Baltasar er hóflega bjartsýnn enda farinn að þekkja kvikmyndabransann vel; ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. „Vonandi kemst þetta af stað, framleiðendurnir koma á miðvikudag til að skoða tökustaði. Þetta getur haft góð áhrif á atvinnulífið; áttatíu prósent af tökunum færu fram hér á landi og það væru alvöru peningar sem kæmu inn í landið." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Breska framleiðslufyrirtækið Working Title Films hefur keypt kvikmyndaréttinn að víkingamynd Baltasars Kormáks en gengið var frá samningum þess efnis nýverið. Samkvæmt nýjum samningum mun Baltasar leikstýra myndinni og vera einn af meðframleiðendum. Working Title á réttinn til tveggja ára og er stefnt að því að gera myndina innan þess tíma. „Ég er búinn að vinna lengi að þessu," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Working Title Films er feikilega virt framleiðslufyrirtæki, gerir kvikmyndir oft með Universal en leiðir Baltasars og fyrirtækisins lágu fyrst saman í gegnum Contraband, sem er endurgerð á Reykjavík-Rotterdam. Það vakti mikla athygli þegar Fréttablaðið greindi frá því í október árið 2008 að Baltasar hygðist gera hér stærstu kvikmynd Íslandssögunnar, 60 milljón dollara víkingamynd. Framleiðendur frá bandaríska framleiðslufyrirtækinu 26 Films komu hingað og skoðuðu aðstæður og allt leit vel út, byggja átti víkingaþorp og láta það veðrast fyrir tökur. En svo fóru á kreik sögusagnir um að myndin yrði ekki að veruleika en Baltasar vísar því algerlega á bug. „Það sem gerðist var að framleiðendurnir á bak við 26 Films hættu að vinna saman. Ég fór með handritið til Working Title og þeir voru mjög spenntir." En þá kom sjálfur Mel Gibson og setti stórt strik í reikninginn. Hollywood-stjarnan tilkynnti að hún hygðist gera víkingamynd með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. „Og þá fraus verkefnið eiginlega, menn voru ekki tilbúnir að fara í framleiðslu á öðru svona keimlíku efni." Hreyfing komst á málið þegar Gibson klúðraði sínum málum með undarlegri hegðun í einkalífinu og þegar tökum á Contraband lauk fóru samningaviðræður á fullt aftur. Þeim lauk svo fyrir skemmstu. „Svona stórt verkefni tekur alltaf sinn tíma." Baltasar er hóflega bjartsýnn enda farinn að þekkja kvikmyndabransann vel; ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. „Vonandi kemst þetta af stað, framleiðendurnir koma á miðvikudag til að skoða tökustaði. Þetta getur haft góð áhrif á atvinnulífið; áttatíu prósent af tökunum færu fram hér á landi og það væru alvöru peningar sem kæmu inn í landið." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira