Lífið

Aniston of gróf

Djörf Jennifer Aniston þykir sýna á sér nýja hlið í kvikmyndinni Horrible Bosses.
Djörf Jennifer Aniston þykir sýna á sér nýja hlið í kvikmyndinni Horrible Bosses.
Atriði með Jennifer Aniston í gamanmyndinni Horrible Bosses þóttu of gróf til að geta ratað í stiklu myndarinnar. Myndin verður frumsýnd 8.júlí næstkomandi og hefur stikla hennar þegar vakið mikla athygli. Þar sést hinn rúmlega fertuga Aniston spóka sig um á nærfötunum og áreita samstarfsfélaga sinn kynferðislega. Leikstjóri myndarinnar, Seth Gordon, segir atriðin þó vera hreinan barnaleik miðað sumt af því sem Aniston gerir í myndinni. „Það er bara of gróft til að geta sýnt það í svona stiklu.“

Horrible Bosses segir frá þremur vinum sem ákveða að koma yfirmönnum sínum fyrir kattarnef. Aniston leikur tannlækni með brókarsótt en meðal annarra leikara má nefna Kevin Spacey sem leikur siðlausan yfirmann Jason Bateman og Colin Farrel en hann er nánast óþekkjanlegur í hlutverki sölumanns sem vill láta reka allt feitt fólk og fólk í hjólastólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.