Eftirlit með mengun sjaldan án fyrirvara 9. maí 2011 04:30 Sorpbrennslan Funi Æskilegt er talið að eftirlit með mengandi starfsemi væri að hluta til fyrirvaralaust. Slíkt veiti fyrirtækjunum aðhald.fréttablaðið/Rósa Umhverfisstofnun hefur á undanförnum árum farið fjórum sinnum í óundirbúið eftirlit í fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlitsskyldu með. Í öll skiptin var það vegna utanaðkomandi ábendinga en ekki að frumkvæði stofnunarinnar. Þessar upplýsingar komu fram í skriflegu svari Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins. Eygló segir að tilefni fyrirspurnarinnar séu rakin til umræðu um mengun frá sorpbrennslum og frá aflþynnuverksmiðju Becromal við Eyjafjörð. „Ég mun tvímælalaust fylgja þessu svari eftir með því að inna umhverfisráðherra eftir því hvort hún telji þetta vera ásættanlegt." Umhverfisstofnun hafði eftirlitsskyldu með 121 fyrirtæki árið 2010 en að jafnaði er farið til eftirlits í um 85 fyrirtæki á ári. Í öllum tilvikum var það eftirlit tilkynnt fyrirfram frá 2005, nema í eitt skipti árið 2008 og þrjú skipti árið 2010. Í þessum tilvikum var um að ræða aukaeftirlit vegna kvartana eða ábendinga um hugsanleg brot á ákvæðum starfsleyfa. Í reglugerð um mengunareftirlit er tilgreind tíðni og umfang eftirlits, sem er ólíkt milli fyrirtækja. Þá kemur fram í svari ráðherra að tilgangur þess að tilkynna um eftirlit fyrirfram sé að tryggja að búið sé að taka saman upplýsingar og að tengiliður sé til staðar til að svara spurningum. Mengunarmælingar krefjast oftast mikils undirbúnings og ekki er unnt að koma slíkum búnaði upp eða láta framkvæma mælingarnar með örskömmum fyrirvara, eins og segir í svari ráðherra. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar vegna mengunar frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði að fyrirtækjum sé treystandi, ef þau eiga yfir höfði sér viðeigandi refsingu ef þau bregðast traustinu. „Þar held ég að gallinn í kerfinu liggi. Eftirlitsstofnanir eiga að mínu mati að vera mun ákveðnari en þær eru varðandi kröfur um framkvæmd mælinga, duglegri við að koma í óundirbúið eftirlit til að geta staðið menn að verki ef rangt er mælt – og síðast en ekki síst miklu harðari í horn að taka ef skilyrðum er ekki fullnægt."svavar@frettabladid.isEygló Harðardóttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur á undanförnum árum farið fjórum sinnum í óundirbúið eftirlit í fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlitsskyldu með. Í öll skiptin var það vegna utanaðkomandi ábendinga en ekki að frumkvæði stofnunarinnar. Þessar upplýsingar komu fram í skriflegu svari Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins. Eygló segir að tilefni fyrirspurnarinnar séu rakin til umræðu um mengun frá sorpbrennslum og frá aflþynnuverksmiðju Becromal við Eyjafjörð. „Ég mun tvímælalaust fylgja þessu svari eftir með því að inna umhverfisráðherra eftir því hvort hún telji þetta vera ásættanlegt." Umhverfisstofnun hafði eftirlitsskyldu með 121 fyrirtæki árið 2010 en að jafnaði er farið til eftirlits í um 85 fyrirtæki á ári. Í öllum tilvikum var það eftirlit tilkynnt fyrirfram frá 2005, nema í eitt skipti árið 2008 og þrjú skipti árið 2010. Í þessum tilvikum var um að ræða aukaeftirlit vegna kvartana eða ábendinga um hugsanleg brot á ákvæðum starfsleyfa. Í reglugerð um mengunareftirlit er tilgreind tíðni og umfang eftirlits, sem er ólíkt milli fyrirtækja. Þá kemur fram í svari ráðherra að tilgangur þess að tilkynna um eftirlit fyrirfram sé að tryggja að búið sé að taka saman upplýsingar og að tengiliður sé til staðar til að svara spurningum. Mengunarmælingar krefjast oftast mikils undirbúnings og ekki er unnt að koma slíkum búnaði upp eða láta framkvæma mælingarnar með örskömmum fyrirvara, eins og segir í svari ráðherra. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar vegna mengunar frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði að fyrirtækjum sé treystandi, ef þau eiga yfir höfði sér viðeigandi refsingu ef þau bregðast traustinu. „Þar held ég að gallinn í kerfinu liggi. Eftirlitsstofnanir eiga að mínu mati að vera mun ákveðnari en þær eru varðandi kröfur um framkvæmd mælinga, duglegri við að koma í óundirbúið eftirlit til að geta staðið menn að verki ef rangt er mælt – og síðast en ekki síst miklu harðari í horn að taka ef skilyrðum er ekki fullnægt."svavar@frettabladid.isEygló Harðardóttir
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira