Eftirlit með mengun sjaldan án fyrirvara 9. maí 2011 04:30 Sorpbrennslan Funi Æskilegt er talið að eftirlit með mengandi starfsemi væri að hluta til fyrirvaralaust. Slíkt veiti fyrirtækjunum aðhald.fréttablaðið/Rósa Umhverfisstofnun hefur á undanförnum árum farið fjórum sinnum í óundirbúið eftirlit í fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlitsskyldu með. Í öll skiptin var það vegna utanaðkomandi ábendinga en ekki að frumkvæði stofnunarinnar. Þessar upplýsingar komu fram í skriflegu svari Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins. Eygló segir að tilefni fyrirspurnarinnar séu rakin til umræðu um mengun frá sorpbrennslum og frá aflþynnuverksmiðju Becromal við Eyjafjörð. „Ég mun tvímælalaust fylgja þessu svari eftir með því að inna umhverfisráðherra eftir því hvort hún telji þetta vera ásættanlegt." Umhverfisstofnun hafði eftirlitsskyldu með 121 fyrirtæki árið 2010 en að jafnaði er farið til eftirlits í um 85 fyrirtæki á ári. Í öllum tilvikum var það eftirlit tilkynnt fyrirfram frá 2005, nema í eitt skipti árið 2008 og þrjú skipti árið 2010. Í þessum tilvikum var um að ræða aukaeftirlit vegna kvartana eða ábendinga um hugsanleg brot á ákvæðum starfsleyfa. Í reglugerð um mengunareftirlit er tilgreind tíðni og umfang eftirlits, sem er ólíkt milli fyrirtækja. Þá kemur fram í svari ráðherra að tilgangur þess að tilkynna um eftirlit fyrirfram sé að tryggja að búið sé að taka saman upplýsingar og að tengiliður sé til staðar til að svara spurningum. Mengunarmælingar krefjast oftast mikils undirbúnings og ekki er unnt að koma slíkum búnaði upp eða láta framkvæma mælingarnar með örskömmum fyrirvara, eins og segir í svari ráðherra. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar vegna mengunar frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði að fyrirtækjum sé treystandi, ef þau eiga yfir höfði sér viðeigandi refsingu ef þau bregðast traustinu. „Þar held ég að gallinn í kerfinu liggi. Eftirlitsstofnanir eiga að mínu mati að vera mun ákveðnari en þær eru varðandi kröfur um framkvæmd mælinga, duglegri við að koma í óundirbúið eftirlit til að geta staðið menn að verki ef rangt er mælt – og síðast en ekki síst miklu harðari í horn að taka ef skilyrðum er ekki fullnægt."svavar@frettabladid.isEygló Harðardóttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur á undanförnum árum farið fjórum sinnum í óundirbúið eftirlit í fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlitsskyldu með. Í öll skiptin var það vegna utanaðkomandi ábendinga en ekki að frumkvæði stofnunarinnar. Þessar upplýsingar komu fram í skriflegu svari Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins. Eygló segir að tilefni fyrirspurnarinnar séu rakin til umræðu um mengun frá sorpbrennslum og frá aflþynnuverksmiðju Becromal við Eyjafjörð. „Ég mun tvímælalaust fylgja þessu svari eftir með því að inna umhverfisráðherra eftir því hvort hún telji þetta vera ásættanlegt." Umhverfisstofnun hafði eftirlitsskyldu með 121 fyrirtæki árið 2010 en að jafnaði er farið til eftirlits í um 85 fyrirtæki á ári. Í öllum tilvikum var það eftirlit tilkynnt fyrirfram frá 2005, nema í eitt skipti árið 2008 og þrjú skipti árið 2010. Í þessum tilvikum var um að ræða aukaeftirlit vegna kvartana eða ábendinga um hugsanleg brot á ákvæðum starfsleyfa. Í reglugerð um mengunareftirlit er tilgreind tíðni og umfang eftirlits, sem er ólíkt milli fyrirtækja. Þá kemur fram í svari ráðherra að tilgangur þess að tilkynna um eftirlit fyrirfram sé að tryggja að búið sé að taka saman upplýsingar og að tengiliður sé til staðar til að svara spurningum. Mengunarmælingar krefjast oftast mikils undirbúnings og ekki er unnt að koma slíkum búnaði upp eða láta framkvæma mælingarnar með örskömmum fyrirvara, eins og segir í svari ráðherra. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar vegna mengunar frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði að fyrirtækjum sé treystandi, ef þau eiga yfir höfði sér viðeigandi refsingu ef þau bregðast traustinu. „Þar held ég að gallinn í kerfinu liggi. Eftirlitsstofnanir eiga að mínu mati að vera mun ákveðnari en þær eru varðandi kröfur um framkvæmd mælinga, duglegri við að koma í óundirbúið eftirlit til að geta staðið menn að verki ef rangt er mælt – og síðast en ekki síst miklu harðari í horn að taka ef skilyrðum er ekki fullnægt."svavar@frettabladid.isEygló Harðardóttir
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira