Æskuvinirnir frá Kaliforníu 5. maí 2011 16:00 Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton. Gríngengið Lonely Island sendir frá sér aðra breiðskífu sína seinna í maí. Platan heitir Turtleneck and Chain og fylgir eftir Incredibad sem kom út árið 2009. Lonely Island gengið samanstendur af æskuvinunum Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg, en þeir byrjuðu að semja grínlög og framleiða myndbönd í grunnskóla í Kaliforníu. Þeir reyndu að koma sér á framfæri á ýmsan hátt þangað til Lorne Michaels, skapari skemmtiþáttanna Saturday Night Live, tók eftir því sem þeir voru að gera og bauð þeim starf í þætti sínum. Saman sömdu þeir svo grínlagið Lazy Sunday, myndbandið var sýnt í Saturday Night Live og sló samstundis í gegn á netinu. Eftir það fylgdu gríðarlega vinsæl myndbönd á borð við Dick in a Box, sem Justin Timberlake flutti ásamt Andy Samberg, Like a Boss, sem skartaði leikaranum Seth Rogen, og Jizz in My Pants en mynbandið við það má sjá hér fyrir ofan. Justin Timberlake hefur verið duglegur við að starfa með Lonely Island genginu. Hann kemur fram í laginu Motherlover, sem er eflaust elsta lagið á nýju plötunni. Myndbandið við lagið sló rækilega í gegn á netinu, eins og reyndar myndbönd hópsins. Snoop Dogg, Akon, Rihanna, Nicki Minaj, John Waters, Beck og enginn annar en Michael Bolton eru á meðal gesta á nýju plötunni. Lög Lonely Island eru ekki aðeins fyndin heldur afar grípandi tónlistarlega, en þar hafa þeir mikið á forskot á kollega sína í grínbransanum. Talað er um að það geti reynst erfitt fyrir Lonely Island gengið að toppa fyrri plötuna, en Chris Coplan, blaðamaður vefritsins Consequence of Sound, segir ný lög á borð við hið magnaða I Just Had Sex benda til þess að það eigi helling inni. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton. Gríngengið Lonely Island sendir frá sér aðra breiðskífu sína seinna í maí. Platan heitir Turtleneck and Chain og fylgir eftir Incredibad sem kom út árið 2009. Lonely Island gengið samanstendur af æskuvinunum Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg, en þeir byrjuðu að semja grínlög og framleiða myndbönd í grunnskóla í Kaliforníu. Þeir reyndu að koma sér á framfæri á ýmsan hátt þangað til Lorne Michaels, skapari skemmtiþáttanna Saturday Night Live, tók eftir því sem þeir voru að gera og bauð þeim starf í þætti sínum. Saman sömdu þeir svo grínlagið Lazy Sunday, myndbandið var sýnt í Saturday Night Live og sló samstundis í gegn á netinu. Eftir það fylgdu gríðarlega vinsæl myndbönd á borð við Dick in a Box, sem Justin Timberlake flutti ásamt Andy Samberg, Like a Boss, sem skartaði leikaranum Seth Rogen, og Jizz in My Pants en mynbandið við það má sjá hér fyrir ofan. Justin Timberlake hefur verið duglegur við að starfa með Lonely Island genginu. Hann kemur fram í laginu Motherlover, sem er eflaust elsta lagið á nýju plötunni. Myndbandið við lagið sló rækilega í gegn á netinu, eins og reyndar myndbönd hópsins. Snoop Dogg, Akon, Rihanna, Nicki Minaj, John Waters, Beck og enginn annar en Michael Bolton eru á meðal gesta á nýju plötunni. Lög Lonely Island eru ekki aðeins fyndin heldur afar grípandi tónlistarlega, en þar hafa þeir mikið á forskot á kollega sína í grínbransanum. Talað er um að það geti reynst erfitt fyrir Lonely Island gengið að toppa fyrri plötuna, en Chris Coplan, blaðamaður vefritsins Consequence of Sound, segir ný lög á borð við hið magnaða I Just Had Sex benda til þess að það eigi helling inni. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira