Lífið

Ég og Svavar án rafmagns

Svavar og hljómsveitin Ég verða rafmagnslaus á Norðurpólnum í kvöld.
Svavar og hljómsveitin Ég verða rafmagnslaus á Norðurpólnum í kvöld.
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur og hljómsveitin Ég koma fram á þriðju tónleikunum í tónleikaröðinni Rafmagnslaust á Norðurpólnum í kvöld. Einnig kemur hljómsveitin Flugdrekafélag fram í fyrsta skipti opinberlega.

Svavar Knútur hefur gefið út tvær plötur á síðustu tveimur árum og nú síðast leit Amma dagsins ljós. Hljómsveitin Ég gaf út sína þriðju plötu í fyrra sem bar titilinn Lúxus upplifun. Báðir flytjendur léku á hátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Tónleikarnir í kvöld hefjast stundvíslega kl. 21 og verður húsið opnað kl. 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.