Lífið

Þýska þjóðin hituð upp

Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson og Ugla Egilsdóttir ásamt Þjóðverjunum Noru Gomringer, Finn-Ole Heinrich og Hannes Wittmer.
Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson og Ugla Egilsdóttir ásamt Þjóðverjunum Noru Gomringer, Finn-Ole Heinrich og Hannes Wittmer.
Sagnararfur og þjóðardramb Íslendinga er á meðal þess sem sex listamenn velta fyrir sér í ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistarsýningunni Bændur flugust á sem verður flutt í Tjarnarbíói á morgun.

 

Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík og listamennirnir sem um ræðir eru Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson, Ugla Egilsdóttir ásamt Þjóðverjunum Noru Gomringar, Finn-Ole Heinrich og Hannes Wittmer sem er einnig þekktur sem Spaceman Spiff.

 

Í sýningunni velta listamennirnir meðal annars fyrir sér hvort Íslendingasögurnar séu heimild um stórmennsku Íslendinga á miðöldum eða Eurovision-framlag síns tíma. Þá er velt fyrir sér hvort útlendingar hafi einhvern áhuga á Íslendingasögum eða hvort það þurfi að tjúna sögurnar upp með álfum og einhyrningum til að þær passi inn í þá ímynd sem þeir hafa af Íslandi.

 

Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt í október næstkomandi. Íslenskar bókmenntir hafa löngum notið vinsælda í Þýskalandi og nú er væntanleg ný heildarþýðing Íslendingasagna á þýsku. Verkinu Bændur flugust á er ætlað að hita þýsku þjóðina upp fyrir Bókasýninguna í Frankfurt og verður sýnt víðs vegar um Þýskaland fram á haust. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.