Sýrland rekið úr Arababandalaginu 17. nóvember 2011 04:00 Hamad bin Jassim Utanríkisráðherra Katar á fundi Arababandalagsins í gær. nordicphotos/AFP „Það sem hefur gerst í Sýrlandi er mjög sorglegt fyrir okkur öll. Við getum ekki sætt okkur við að fólk sé drepið eins og nú er verið að gera. Við erum að grípa til ráðstafana til að stöðva þetta blóðbað,“ sagði Hamad bin Jassim, utanríkisráðherra Katar, á fundi Arababandalagsins í Marokkó í gær. „Sýrlenska stjórnin verður að fallast á áætlun Arababandalagsins.“ Katar hefur tekið forystu innan Arababandalagsins um aðgerðir gegn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, sem heldur áfram að senda her og lögreglu á mótmælendur með hrikalegum afleiðingum. Á fundi sínum í gær staðfesti Arababandalagið formlega brottvísun Sýrlands úr samtökunum. Assad Sýrlandsforseti hefur brugðist ókvæða við brottvísuninni, enda óttast Sýrlandsstjórn að Bandaríkin og fleiri ríki muni notfæra sér þessa eindregnu afstöðu Arababandalagsins til þess að knýja fram frekari refsiaðgerðir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Rússar og Kínverjar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, hafa til þessa staðið harðir gegn frekari refsiaðgerðum en gætu átt erfiðara með það í ljósi afstöðu Arababandalagsins. Sýrland hefur einangrast hratt á alþjóðavettvangi undanfarið vegna þess hve hart hefur verið tekið á mótmælendum. Meira að segja Tyrkland, sem hefur til þessa verið í góðum tengslum við Sýrland, hefur boðað eigin refsiaðgerðir. Tyrkir hafa hætt við þátttöku í olíuleit í Sýrlandi og hóta auk þess að skrúfa fyrir rafmagn sem Sýrlendingar hafa fengið frá Tyrklandi. Síðast í gær kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Sýrlandi, ekki síst vegna tíðra árása stuðningsmanna sýrlensku stjórnarinnar á sendiráð og sendifulltrúa Frakklands, Bandaríkjanna og fleiri landa. Vel á fjórða þúsund manns hafa nú látið lífið í átökum í Sýrlandi síðan mótælin gegn Assad forseta hófust fyrir átta mánuðum. Nú síðast hafa liðhlaupar í sýrlenska hernum blandað sér í átökin. Hópur þeirra réðst í gær á herstöðvar og eftirlitsstöðvar í nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus og í héraðinu Homa, þar sem uppreisnin hefur verið einna öflugust. Að minnsta kosti átta hermenn létu lífið í þeim árásum.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
„Það sem hefur gerst í Sýrlandi er mjög sorglegt fyrir okkur öll. Við getum ekki sætt okkur við að fólk sé drepið eins og nú er verið að gera. Við erum að grípa til ráðstafana til að stöðva þetta blóðbað,“ sagði Hamad bin Jassim, utanríkisráðherra Katar, á fundi Arababandalagsins í Marokkó í gær. „Sýrlenska stjórnin verður að fallast á áætlun Arababandalagsins.“ Katar hefur tekið forystu innan Arababandalagsins um aðgerðir gegn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, sem heldur áfram að senda her og lögreglu á mótmælendur með hrikalegum afleiðingum. Á fundi sínum í gær staðfesti Arababandalagið formlega brottvísun Sýrlands úr samtökunum. Assad Sýrlandsforseti hefur brugðist ókvæða við brottvísuninni, enda óttast Sýrlandsstjórn að Bandaríkin og fleiri ríki muni notfæra sér þessa eindregnu afstöðu Arababandalagsins til þess að knýja fram frekari refsiaðgerðir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Rússar og Kínverjar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, hafa til þessa staðið harðir gegn frekari refsiaðgerðum en gætu átt erfiðara með það í ljósi afstöðu Arababandalagsins. Sýrland hefur einangrast hratt á alþjóðavettvangi undanfarið vegna þess hve hart hefur verið tekið á mótmælendum. Meira að segja Tyrkland, sem hefur til þessa verið í góðum tengslum við Sýrland, hefur boðað eigin refsiaðgerðir. Tyrkir hafa hætt við þátttöku í olíuleit í Sýrlandi og hóta auk þess að skrúfa fyrir rafmagn sem Sýrlendingar hafa fengið frá Tyrklandi. Síðast í gær kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Sýrlandi, ekki síst vegna tíðra árása stuðningsmanna sýrlensku stjórnarinnar á sendiráð og sendifulltrúa Frakklands, Bandaríkjanna og fleiri landa. Vel á fjórða þúsund manns hafa nú látið lífið í átökum í Sýrlandi síðan mótælin gegn Assad forseta hófust fyrir átta mánuðum. Nú síðast hafa liðhlaupar í sýrlenska hernum blandað sér í átökin. Hópur þeirra réðst í gær á herstöðvar og eftirlitsstöðvar í nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus og í héraðinu Homa, þar sem uppreisnin hefur verið einna öflugust. Að minnsta kosti átta hermenn létu lífið í þeim árásum.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira