Erlent

Staðgöngumóðir heldur barninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ungabarn. Mynd/ Getty
Ungabarn. Mynd/ Getty
Dómari í Bretlandi hefur dæmt að staðgöngumóðir sem ákvað að ganga með barn fyrir par skuli halda barninu. Konan samþykkti að ganga með barnið fyrir parið en snerist svo hugur og vildi ekki láta það af hendi. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum barnsins, sem er stúlka og kölluð T, best ef staðgöngumóðirin tæki að sér uppeldi hennar.

„Að mínu mati eru skýr tengsl milli móður og barns. Að taka barnið úr umsjá móðurinnar myndi valda miklum sársauka. Ég held að móðirin sé best til þess fallin að sinna þörfum T og koma til móts við tilfinningar hennar," sagði Justin Baker dómari þegar hann útskýrði niðurstöðu sína fyrir fjölmiðlum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×