Innlent

Rösklega 40% borða skötu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það munu þónokkrir koma við í fiskbúðinni fyrir Þorláksmessu sem er á föstudaginn.
Það munu þónokkrir koma við í fiskbúðinni fyrir Þorláksmessu sem er á föstudaginn. mynd/ gva.
Um 41,8% landsmanna ætlar að borða skötu á Þorláksmessu þessi jólin, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Um 58,2% ætla hins vegar ekki að borða skötu þann daginn. Niðurstöður könnunarinnar, sem MMR gerði, sýna jafnframt að nokkur munur er á því hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu eftir kyni og búsetu en þó sérstaklega eftir aldri. Af þeim sem tóku afstöðu ætluðu fleiri karlar en konur að borða skötu á Þorláksmessu eða 46,6% karla samanborið við 37% kvenna.

Höfuðborgarbúar voru minna hrifnir af skötuáti á Þorláksmessu en þeir sem bjuggu á landsbyggðinni. Þannig sögðust 37,2% höfuðborgarbúa ætla að borða skötu á Þorláksmessu samanborið vð 49% þeirra sem bjugggu á landsbyggðinni. Mesti munurinn var þó milli aldurshópa og þeim fjölgaði sem ætluðu að borða skötu á Þorláksmessu með hækkandi aldri. Meirihluti elsta aldurshópsins ætlaði að borða skötu eða 55,5% þeirra samanborið við 433,8% aldurshópsins milli 30-49 ára og 24,3% yngsta aldurshópsins.

Könnunin var gerð dagana 6-9 desember og svöruðu 865 einstaklingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×