Innlent

Reynt að brjótast inn í Skíðaskálann í Hveradölum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Innbrotsþjófur að verki.
Innbrotsþjófur að verki. mynd/ getty
Tilraun var gerð til innbrots í Skíðaskálann í Hveradölum aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru tvær rúður við hlið útihurðar brotnar og sá sem þarna var að verki náði að teygja sig í læsinguna og opna dyrnar.  Það virtist ekki duga honum því hann hafði losað um þolinmóðana í hurðarlömunum, hefur væntanlega ætlað að losa hurðina af hjörum en horfið frá því.  Ekki var að sjá að farið hafi verið inn í húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×