Telja lögreglu brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2011 11:59 Stefán Eiríksson lögreglustjóri er ekki sammála lögmönnunum Mynd: Vilhelm Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum Maður sem lögregla gerði húsleit hjá í fylgd myndatökumanns fréttavefs Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum er afar óhress með þá framgöngu lögreglunnar. Í DV í dag segir maðurinn nóg komið af ógæfu í hans lífi. Lagt var hald á nokkuð magn fíkniefna í húsleitinni og segir maðurinn að rangt hafi verið farið með það magn sem fannst í innslagi sem birt var á fréttavef Morgunblaðsins. Fullyrt er að 50 grömm af maríúana hafi verið gerð upptækt , lítið magn af amfetamíni og töluvert magn af íblöndunarefnum til að drýgja amfetamín. Húsráðandi segir hins vegar í DV að í ákæru komi fram að rúm 18 grömm af maríúana hafi fundist ásamt 0,22 grömmum af amfetamíni en ekki er minnst á íblöndunarefnin. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en samuræjasverð fannst í húsinu. Húsleitin var gerð 16. desember. Í innslaginu sést vel hvernig húsráðandi býr en andlit hans og annarra sem í húsinu voru eru hulin.Lögreglustjóri segir þetta ekkert athugavert Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sagði í samtali við fréttastofu að hann sæi ekkert athugavert við að lögregla tæki fréttamenn með sér inn á heimili fólks þar sem gerð væri húsleit. Tilgangur þess væri að gefa innsýn í störf lögreglunnar. Ekki hafi verið óskað eftir heimild dómara fyrir því að hafa fjölmiðil með í för enda þurfi lögreglan þess ekki.Geta aukið á niðurlægingu meints brotamanns Málsmetandi lögmenn sem fréttastofan ræddi við eru algerlega ósammála lögreglustjóranum og segja að um brot á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins sé að ræða. Heimild sem dómari gefi lögreglu til að rjúfa friðhelgi heimilisins vegna rökstudds gruns um lögbrot, geti ekki náð til fjölmiðla, enda geti aðkoma þeirra að húsleit aukið á niðurlægingu meints brotamanns og jafnvel virkað honum til sakbendingar áður en rannsókn máls sé lokið. Einn lögmanna sagði að saksóknaraembættið hlyti að skoða þennan þátt málsins. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum Maður sem lögregla gerði húsleit hjá í fylgd myndatökumanns fréttavefs Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum er afar óhress með þá framgöngu lögreglunnar. Í DV í dag segir maðurinn nóg komið af ógæfu í hans lífi. Lagt var hald á nokkuð magn fíkniefna í húsleitinni og segir maðurinn að rangt hafi verið farið með það magn sem fannst í innslagi sem birt var á fréttavef Morgunblaðsins. Fullyrt er að 50 grömm af maríúana hafi verið gerð upptækt , lítið magn af amfetamíni og töluvert magn af íblöndunarefnum til að drýgja amfetamín. Húsráðandi segir hins vegar í DV að í ákæru komi fram að rúm 18 grömm af maríúana hafi fundist ásamt 0,22 grömmum af amfetamíni en ekki er minnst á íblöndunarefnin. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en samuræjasverð fannst í húsinu. Húsleitin var gerð 16. desember. Í innslaginu sést vel hvernig húsráðandi býr en andlit hans og annarra sem í húsinu voru eru hulin.Lögreglustjóri segir þetta ekkert athugavert Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sagði í samtali við fréttastofu að hann sæi ekkert athugavert við að lögregla tæki fréttamenn með sér inn á heimili fólks þar sem gerð væri húsleit. Tilgangur þess væri að gefa innsýn í störf lögreglunnar. Ekki hafi verið óskað eftir heimild dómara fyrir því að hafa fjölmiðil með í för enda þurfi lögreglan þess ekki.Geta aukið á niðurlægingu meints brotamanns Málsmetandi lögmenn sem fréttastofan ræddi við eru algerlega ósammála lögreglustjóranum og segja að um brot á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins sé að ræða. Heimild sem dómari gefi lögreglu til að rjúfa friðhelgi heimilisins vegna rökstudds gruns um lögbrot, geti ekki náð til fjölmiðla, enda geti aðkoma þeirra að húsleit aukið á niðurlægingu meints brotamanns og jafnvel virkað honum til sakbendingar áður en rannsókn máls sé lokið. Einn lögmanna sagði að saksóknaraembættið hlyti að skoða þennan þátt málsins.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira