Telja lögreglu brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2011 11:59 Stefán Eiríksson lögreglustjóri er ekki sammála lögmönnunum Mynd: Vilhelm Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum Maður sem lögregla gerði húsleit hjá í fylgd myndatökumanns fréttavefs Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum er afar óhress með þá framgöngu lögreglunnar. Í DV í dag segir maðurinn nóg komið af ógæfu í hans lífi. Lagt var hald á nokkuð magn fíkniefna í húsleitinni og segir maðurinn að rangt hafi verið farið með það magn sem fannst í innslagi sem birt var á fréttavef Morgunblaðsins. Fullyrt er að 50 grömm af maríúana hafi verið gerð upptækt , lítið magn af amfetamíni og töluvert magn af íblöndunarefnum til að drýgja amfetamín. Húsráðandi segir hins vegar í DV að í ákæru komi fram að rúm 18 grömm af maríúana hafi fundist ásamt 0,22 grömmum af amfetamíni en ekki er minnst á íblöndunarefnin. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en samuræjasverð fannst í húsinu. Húsleitin var gerð 16. desember. Í innslaginu sést vel hvernig húsráðandi býr en andlit hans og annarra sem í húsinu voru eru hulin.Lögreglustjóri segir þetta ekkert athugavert Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sagði í samtali við fréttastofu að hann sæi ekkert athugavert við að lögregla tæki fréttamenn með sér inn á heimili fólks þar sem gerð væri húsleit. Tilgangur þess væri að gefa innsýn í störf lögreglunnar. Ekki hafi verið óskað eftir heimild dómara fyrir því að hafa fjölmiðil með í för enda þurfi lögreglan þess ekki.Geta aukið á niðurlægingu meints brotamanns Málsmetandi lögmenn sem fréttastofan ræddi við eru algerlega ósammála lögreglustjóranum og segja að um brot á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins sé að ræða. Heimild sem dómari gefi lögreglu til að rjúfa friðhelgi heimilisins vegna rökstudds gruns um lögbrot, geti ekki náð til fjölmiðla, enda geti aðkoma þeirra að húsleit aukið á niðurlægingu meints brotamanns og jafnvel virkað honum til sakbendingar áður en rannsókn máls sé lokið. Einn lögmanna sagði að saksóknaraembættið hlyti að skoða þennan þátt málsins. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Málsmetandi lögmenn telja að lögreglan hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins, þegar hún tók myndatökumann Morgunblaðsins með í húsleit á dögunum Maður sem lögregla gerði húsleit hjá í fylgd myndatökumanns fréttavefs Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum er afar óhress með þá framgöngu lögreglunnar. Í DV í dag segir maðurinn nóg komið af ógæfu í hans lífi. Lagt var hald á nokkuð magn fíkniefna í húsleitinni og segir maðurinn að rangt hafi verið farið með það magn sem fannst í innslagi sem birt var á fréttavef Morgunblaðsins. Fullyrt er að 50 grömm af maríúana hafi verið gerð upptækt , lítið magn af amfetamíni og töluvert magn af íblöndunarefnum til að drýgja amfetamín. Húsráðandi segir hins vegar í DV að í ákæru komi fram að rúm 18 grömm af maríúana hafi fundist ásamt 0,22 grömmum af amfetamíni en ekki er minnst á íblöndunarefnin. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en samuræjasverð fannst í húsinu. Húsleitin var gerð 16. desember. Í innslaginu sést vel hvernig húsráðandi býr en andlit hans og annarra sem í húsinu voru eru hulin.Lögreglustjóri segir þetta ekkert athugavert Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík sagði í samtali við fréttastofu að hann sæi ekkert athugavert við að lögregla tæki fréttamenn með sér inn á heimili fólks þar sem gerð væri húsleit. Tilgangur þess væri að gefa innsýn í störf lögreglunnar. Ekki hafi verið óskað eftir heimild dómara fyrir því að hafa fjölmiðil með í för enda þurfi lögreglan þess ekki.Geta aukið á niðurlægingu meints brotamanns Málsmetandi lögmenn sem fréttastofan ræddi við eru algerlega ósammála lögreglustjóranum og segja að um brot á ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi heimilisins sé að ræða. Heimild sem dómari gefi lögreglu til að rjúfa friðhelgi heimilisins vegna rökstudds gruns um lögbrot, geti ekki náð til fjölmiðla, enda geti aðkoma þeirra að húsleit aukið á niðurlægingu meints brotamanns og jafnvel virkað honum til sakbendingar áður en rannsókn máls sé lokið. Einn lögmanna sagði að saksóknaraembættið hlyti að skoða þennan þátt málsins.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira