Innlent

SA vilja semja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Það stendur ekki á Samtökum atvinnulífsins að skrifa undir kjarasamninga, segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, sem eru hluti af SA. Margrét segir að kjarasamningarnir strandi ekki á deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið.

„Fjölmiðlar og ASÍ, sem er að matreiða hlutina með þessum hætti, eru bara ekki að greina rétt frá," sagði Margrét í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Það hafi komið skýrt fram á fundi með LÍÚ í morgun, eftir að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá því í gærkvöldi lá fyrir, að núna stæði ekkert í vegi fyrir því að hægt væri að sitjast niður og skrifa undir þann kjarasamning sem lá á borðinu fyrir tveimur vikum.

Margrét segir að menn megi ekki tala fjálglega um að beita verkfallsvopninu eins og gert hafi verið að undanförnu. „Menn mega ekki tala með þeim hætti sem ASÍ er að gera. Vegna þess að það er bara óábyrgt. Við getum ekki og þetta þjóðfélag þarf ekki á verkföllum að halda," sagði Margrét Kristmannsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×