Arabískt vor vekur von í mannréttindum 16. maí 2011 04:00 Arabíska vorið svokallaða hefur vakið upp vonir en enn getur brugðið til beggja vona í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Fréttablaðið/ap „Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. Jóhanna segir Amnesty finna miklar breytingar, ekki síst á undanförnum mánuðum. „Það er einhver alþjóðleg krafa núna, fólk nennir þessu ekki lengur og segir hingað og ekki lengra. Það vill fá vinnu, vill geta tjáð hug sinn og vill geta kosið og haft áhrif á hverjir stýra landinu. Fólk vill líka geta lifað með reisn í eigin landi en ekki þurfa að fara til Evrópu og fá þar lélegt starf. Það vill bara fá að lifa heima hjá sér.“ Jóhanna segir uppreisnirnar viðkvæmar. „Það getur brugðið til beggja vona eins og við sjáum í þessum löndum. Ekki síst í Sádi-Arabíu, Íran og Kína, þessi lönd sem vita að það er ólga og þau eru að herða tökin meira og meira.“ Í skýrslunni eru tekin fyrir mannréttindabrot í 157 löndum sem áttu sér stað á síðasta ári. „Ef maður skoðar lönd eins og Líbíu, Túnis og Egyptalandi þá hefur Amnesty skráð mannréttindabrot í þessum löndum í áratugi. Pyntingar, handtökur án dóms og laga og þessi rosalegu höft á tjáningarfrelsi. Það sem við erum að horfa upp á í dag er að fólk stendur upp andspænis valdinu og mótmælir þessari kúgun og einræði.“ Þá er í skýrslunni fjallað um þær breytingar sem ný samskiptatækni hefur haft í för með sér. „Það er ekki lengur hægt að stöðva upplýsingagjöfina. Ef lögregla ræðst inn á fund þá eru margir með farsíma, taka það upp og koma því áfram. Þessir nýju samskiptavefir eru að breyta því hvernig fólk vinnur saman að mannréttindum. Við sjáum að núna eru tímamót í mannréttindabaráttu, meðal annars út af því hvernig fólk getur tengst.“ „Þetta arabíska vor, sem nú er verið að reyna að kæfa, það vekur ákveðnar vonir. Alþjóðasamfélagið verður að standa með mannréttindum.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
„Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. Jóhanna segir Amnesty finna miklar breytingar, ekki síst á undanförnum mánuðum. „Það er einhver alþjóðleg krafa núna, fólk nennir þessu ekki lengur og segir hingað og ekki lengra. Það vill fá vinnu, vill geta tjáð hug sinn og vill geta kosið og haft áhrif á hverjir stýra landinu. Fólk vill líka geta lifað með reisn í eigin landi en ekki þurfa að fara til Evrópu og fá þar lélegt starf. Það vill bara fá að lifa heima hjá sér.“ Jóhanna segir uppreisnirnar viðkvæmar. „Það getur brugðið til beggja vona eins og við sjáum í þessum löndum. Ekki síst í Sádi-Arabíu, Íran og Kína, þessi lönd sem vita að það er ólga og þau eru að herða tökin meira og meira.“ Í skýrslunni eru tekin fyrir mannréttindabrot í 157 löndum sem áttu sér stað á síðasta ári. „Ef maður skoðar lönd eins og Líbíu, Túnis og Egyptalandi þá hefur Amnesty skráð mannréttindabrot í þessum löndum í áratugi. Pyntingar, handtökur án dóms og laga og þessi rosalegu höft á tjáningarfrelsi. Það sem við erum að horfa upp á í dag er að fólk stendur upp andspænis valdinu og mótmælir þessari kúgun og einræði.“ Þá er í skýrslunni fjallað um þær breytingar sem ný samskiptatækni hefur haft í för með sér. „Það er ekki lengur hægt að stöðva upplýsingagjöfina. Ef lögregla ræðst inn á fund þá eru margir með farsíma, taka það upp og koma því áfram. Þessir nýju samskiptavefir eru að breyta því hvernig fólk vinnur saman að mannréttindum. Við sjáum að núna eru tímamót í mannréttindabaráttu, meðal annars út af því hvernig fólk getur tengst.“ „Þetta arabíska vor, sem nú er verið að reyna að kæfa, það vekur ákveðnar vonir. Alþjóðasamfélagið verður að standa með mannréttindum.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira