Arabískt vor vekur von í mannréttindum 16. maí 2011 04:00 Arabíska vorið svokallaða hefur vakið upp vonir en enn getur brugðið til beggja vona í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Fréttablaðið/ap „Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. Jóhanna segir Amnesty finna miklar breytingar, ekki síst á undanförnum mánuðum. „Það er einhver alþjóðleg krafa núna, fólk nennir þessu ekki lengur og segir hingað og ekki lengra. Það vill fá vinnu, vill geta tjáð hug sinn og vill geta kosið og haft áhrif á hverjir stýra landinu. Fólk vill líka geta lifað með reisn í eigin landi en ekki þurfa að fara til Evrópu og fá þar lélegt starf. Það vill bara fá að lifa heima hjá sér.“ Jóhanna segir uppreisnirnar viðkvæmar. „Það getur brugðið til beggja vona eins og við sjáum í þessum löndum. Ekki síst í Sádi-Arabíu, Íran og Kína, þessi lönd sem vita að það er ólga og þau eru að herða tökin meira og meira.“ Í skýrslunni eru tekin fyrir mannréttindabrot í 157 löndum sem áttu sér stað á síðasta ári. „Ef maður skoðar lönd eins og Líbíu, Túnis og Egyptalandi þá hefur Amnesty skráð mannréttindabrot í þessum löndum í áratugi. Pyntingar, handtökur án dóms og laga og þessi rosalegu höft á tjáningarfrelsi. Það sem við erum að horfa upp á í dag er að fólk stendur upp andspænis valdinu og mótmælir þessari kúgun og einræði.“ Þá er í skýrslunni fjallað um þær breytingar sem ný samskiptatækni hefur haft í för með sér. „Það er ekki lengur hægt að stöðva upplýsingagjöfina. Ef lögregla ræðst inn á fund þá eru margir með farsíma, taka það upp og koma því áfram. Þessir nýju samskiptavefir eru að breyta því hvernig fólk vinnur saman að mannréttindum. Við sjáum að núna eru tímamót í mannréttindabaráttu, meðal annars út af því hvernig fólk getur tengst.“ „Þetta arabíska vor, sem nú er verið að reyna að kæfa, það vekur ákveðnar vonir. Alþjóðasamfélagið verður að standa með mannréttindum.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
„Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. Jóhanna segir Amnesty finna miklar breytingar, ekki síst á undanförnum mánuðum. „Það er einhver alþjóðleg krafa núna, fólk nennir þessu ekki lengur og segir hingað og ekki lengra. Það vill fá vinnu, vill geta tjáð hug sinn og vill geta kosið og haft áhrif á hverjir stýra landinu. Fólk vill líka geta lifað með reisn í eigin landi en ekki þurfa að fara til Evrópu og fá þar lélegt starf. Það vill bara fá að lifa heima hjá sér.“ Jóhanna segir uppreisnirnar viðkvæmar. „Það getur brugðið til beggja vona eins og við sjáum í þessum löndum. Ekki síst í Sádi-Arabíu, Íran og Kína, þessi lönd sem vita að það er ólga og þau eru að herða tökin meira og meira.“ Í skýrslunni eru tekin fyrir mannréttindabrot í 157 löndum sem áttu sér stað á síðasta ári. „Ef maður skoðar lönd eins og Líbíu, Túnis og Egyptalandi þá hefur Amnesty skráð mannréttindabrot í þessum löndum í áratugi. Pyntingar, handtökur án dóms og laga og þessi rosalegu höft á tjáningarfrelsi. Það sem við erum að horfa upp á í dag er að fólk stendur upp andspænis valdinu og mótmælir þessari kúgun og einræði.“ Þá er í skýrslunni fjallað um þær breytingar sem ný samskiptatækni hefur haft í för með sér. „Það er ekki lengur hægt að stöðva upplýsingagjöfina. Ef lögregla ræðst inn á fund þá eru margir með farsíma, taka það upp og koma því áfram. Þessir nýju samskiptavefir eru að breyta því hvernig fólk vinnur saman að mannréttindum. Við sjáum að núna eru tímamót í mannréttindabaráttu, meðal annars út af því hvernig fólk getur tengst.“ „Þetta arabíska vor, sem nú er verið að reyna að kæfa, það vekur ákveðnar vonir. Alþjóðasamfélagið verður að standa með mannréttindum.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira