Arabískt vor vekur von í mannréttindum 16. maí 2011 04:00 Arabíska vorið svokallaða hefur vakið upp vonir en enn getur brugðið til beggja vona í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Fréttablaðið/ap „Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. Jóhanna segir Amnesty finna miklar breytingar, ekki síst á undanförnum mánuðum. „Það er einhver alþjóðleg krafa núna, fólk nennir þessu ekki lengur og segir hingað og ekki lengra. Það vill fá vinnu, vill geta tjáð hug sinn og vill geta kosið og haft áhrif á hverjir stýra landinu. Fólk vill líka geta lifað með reisn í eigin landi en ekki þurfa að fara til Evrópu og fá þar lélegt starf. Það vill bara fá að lifa heima hjá sér.“ Jóhanna segir uppreisnirnar viðkvæmar. „Það getur brugðið til beggja vona eins og við sjáum í þessum löndum. Ekki síst í Sádi-Arabíu, Íran og Kína, þessi lönd sem vita að það er ólga og þau eru að herða tökin meira og meira.“ Í skýrslunni eru tekin fyrir mannréttindabrot í 157 löndum sem áttu sér stað á síðasta ári. „Ef maður skoðar lönd eins og Líbíu, Túnis og Egyptalandi þá hefur Amnesty skráð mannréttindabrot í þessum löndum í áratugi. Pyntingar, handtökur án dóms og laga og þessi rosalegu höft á tjáningarfrelsi. Það sem við erum að horfa upp á í dag er að fólk stendur upp andspænis valdinu og mótmælir þessari kúgun og einræði.“ Þá er í skýrslunni fjallað um þær breytingar sem ný samskiptatækni hefur haft í för með sér. „Það er ekki lengur hægt að stöðva upplýsingagjöfina. Ef lögregla ræðst inn á fund þá eru margir með farsíma, taka það upp og koma því áfram. Þessir nýju samskiptavefir eru að breyta því hvernig fólk vinnur saman að mannréttindum. Við sjáum að núna eru tímamót í mannréttindabaráttu, meðal annars út af því hvernig fólk getur tengst.“ „Þetta arabíska vor, sem nú er verið að reyna að kæfa, það vekur ákveðnar vonir. Alþjóðasamfélagið verður að standa með mannréttindum.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. Jóhanna segir Amnesty finna miklar breytingar, ekki síst á undanförnum mánuðum. „Það er einhver alþjóðleg krafa núna, fólk nennir þessu ekki lengur og segir hingað og ekki lengra. Það vill fá vinnu, vill geta tjáð hug sinn og vill geta kosið og haft áhrif á hverjir stýra landinu. Fólk vill líka geta lifað með reisn í eigin landi en ekki þurfa að fara til Evrópu og fá þar lélegt starf. Það vill bara fá að lifa heima hjá sér.“ Jóhanna segir uppreisnirnar viðkvæmar. „Það getur brugðið til beggja vona eins og við sjáum í þessum löndum. Ekki síst í Sádi-Arabíu, Íran og Kína, þessi lönd sem vita að það er ólga og þau eru að herða tökin meira og meira.“ Í skýrslunni eru tekin fyrir mannréttindabrot í 157 löndum sem áttu sér stað á síðasta ári. „Ef maður skoðar lönd eins og Líbíu, Túnis og Egyptalandi þá hefur Amnesty skráð mannréttindabrot í þessum löndum í áratugi. Pyntingar, handtökur án dóms og laga og þessi rosalegu höft á tjáningarfrelsi. Það sem við erum að horfa upp á í dag er að fólk stendur upp andspænis valdinu og mótmælir þessari kúgun og einræði.“ Þá er í skýrslunni fjallað um þær breytingar sem ný samskiptatækni hefur haft í för með sér. „Það er ekki lengur hægt að stöðva upplýsingagjöfina. Ef lögregla ræðst inn á fund þá eru margir með farsíma, taka það upp og koma því áfram. Þessir nýju samskiptavefir eru að breyta því hvernig fólk vinnur saman að mannréttindum. Við sjáum að núna eru tímamót í mannréttindabaráttu, meðal annars út af því hvernig fólk getur tengst.“ „Þetta arabíska vor, sem nú er verið að reyna að kæfa, það vekur ákveðnar vonir. Alþjóðasamfélagið verður að standa með mannréttindum.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira