Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði 16. maí 2011 18:02 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan." Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan."
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira