Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði 16. maí 2011 18:02 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan." Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan."
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira