Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði 16. maí 2011 18:02 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan." Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan."
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira