Erlent

Clooney og Ronaldo hugsanlega vitni í kynlífsmáli Berlusconis

Félagarnir verða hugsanlega kallaðir til vitnis.
Félagarnir verða hugsanlega kallaðir til vitnis.
Talið er mögulegt að kvikmyndastjarnan Georg Clooney og fótboltamaðurinn Christiano Ronaldo verði kallaðir til vitnis í dómsmáli gegn Silvio Berlusconi á Ítalíu.

Þeir yrðu á meðal 78 vitna sem hafa verið kvödd til vitnis vegna ásakana um að Bersluconi, sem er forsætisráðherra Ítalíu, hafi greitt magadansaranum Karima El Mahroug, oftast kölluð Ruby, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára gömul.

Eina ástæðan sem er tilgreind fyrir því að Clooney yrði kallaður til vitnis í málinu er sú að hann á sumarhús við Como vatn á Ítalíu, sem er skammt frá húsi Berlusconi, þar sem hann á að hafa haldið villtar svallveislur.

Þá heldur Ruby því fram að hún hafi sofið hjá fótboltahetjunni Ronaldo eftir að þau hittust á næturklúbbi í janúar árið 2010. Þessu neitar Ronaldo alfarið og segist aldrei hafa hitt stúlkuna.

Réttarhöldin yfir forsætisráðherranum hefjast þann 16. apríl en hann er meðal annars sakaður um að hafa sofið hjá ólögráða stúlku og síðar misbeitt valdi sínu með því að fá hana lausa úr haldi lögreglunnar. Berlusconi neitar þessum ásökunum alfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×