Erlent

Lést úr vannæringu 11 mánaða - foreldranir öfga-grænmetisætur

Grænmetisætur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Grænmetisætur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Frönsku hjónin Sergine og Joel Le Moaligou gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsisvist eftir að ellefu mánaða gamalt barn þeirra lést úr vannæringu. Málið hefur vakið heimsathygli en hjónin voru það sem mætti hugsanlega kalla, öfga-grænmetisætur.

Hjónin breyttu alfarið um lífstíl eftir að þau horfðu á þátt sem sýndi fram á andstyggilega slátrun kúa, samkvæmt umfjöllun The Daily mail um málið.

Hjónin neyttu eingöngu grænmetis og neituðu sér alfarið um allar afurðir úr dýrum auk þess sem þau notuðu eingöngu grasalyf.

Það var svo í mars árið 2008 sem hjónin hringdu á sjúkrabíl vegna ellefu mánaða gamallar dóttur sinnar. Stúlkan svitnaði stöðugt, grét og virtist orkulaus.

Sergine, móðir stúlkunnar.
Þegar sjúkrabíllinn kom að heimili þeirra var stúlkan látin. Í ljós kom að hún vó aðeins 5,2 kíló á meðan heilbrigt stúlkubarn hefði átt að vega um átta kíló. Þá vantaði barninu sárlega vítamín A og B12.

Móðirin hafði eingöngu verið með hana á brjósti og ekki gefið stelpunni neitt annað að borða. Svo virðist sem stúlkan hafi ekki fengið öll þau næringarefni sem hún þurfti úr brjóstamjólkinni einni.

Meðal annars hefur komið fram í réttarhöldunum yfir foreldrunum að þau hafi leitað til læknis eftir að barnið fékk bronkítis. Læknirinn sagði þeim þá að fara með barnið á spítala þar sem það var óvanalega létt. Foreldrarnir virtu það að vettugi og bjuggu til kálseyði handa stúlkunni, sem þau brugguðu upp úr heilsubók.

Talið er að þetta sé fyrsta dómsmálið þar sem rekja megi andlát barns beint til grænmetisáts, sem að öllu jafnaði er talinn heilbrigður lífstíll. Þess má einnig geta að hjónin eiga þrettán ára dóttur sem ekkert amar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×