Keppni hafin á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 14. febrúar 2011 18:12 Heiðbjört Arna Höskuldsdóttir, keppandi í listhlaupi, ásamt þjálfara sínum, Svetlana Akhmerova. Í dag hófst keppnin á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Liberec í Tékklandi. Í fyrsta sinn á ólympískum leikum átti Ísland keppanda í skautagrein, eða listhlaupi á skautum. Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir keppti í stutta prógramminu sem er fyrri hluti keppninnar hjá henni. Fékk hún 24,90 stig fyrir þennan hluta og er í 28. sæti af 30 keppendum. Í alpagreinum kepptu stúlkurnar í dag í stórsvigi. 96 stúlkur voru skráðar til leiks og stóð Freydís Halla Einarsdóttir sig best okkar keppenda er hún lenti í 40. sæti á tímanum 1:50,33 (108,42 FIS punktar). Helga María Vilhjálmsdóttir hafnaði í 42. sæti á 1:51,84 (121,45 FIS punktar), Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir lenti í 45. sæti á tímanum 1:53,59 (136,56 FIS punktar) og Erla Ásgeirsdóttir í 49. sæti á 1:54,87 (147,61 FIS punktar). Alls luku 74 stúlkur keppni í dag. Þá var keppt í 10 km. skíðagöngu með hefðbundni aðferð og átti Ísland þar tvo keppendur. Sindri Freyr Kristinsson lenti í 81. sæti á tímanum 39:28.9 en Gunnar Birgisson lauk ekki keppni. Alls voru 85 keppendur skráðir til leiks og luku 82 þeirra keppni. Annars hefur heppnin ekki fylgt hópnum þar sem flest skíði urðu viðskila við hópinn í Kaupmannahöfn á laugardaginn var. Var um að kenna bilun í farangursbeltum á Kastrup flugvelli. Freydís varð þannig að keppa á lánsskíðum og eins fengu strákarnir í skíðagöngunni lánuð skíði, skó og stafi. Reiknað er með að skíðin skili sér til Tékklands í kvöld en á morgun tekur við keppni í stórsvigi hjá strákum og Sindri og Gunnar keppa í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Innlendar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Í dag hófst keppnin á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Liberec í Tékklandi. Í fyrsta sinn á ólympískum leikum átti Ísland keppanda í skautagrein, eða listhlaupi á skautum. Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir keppti í stutta prógramminu sem er fyrri hluti keppninnar hjá henni. Fékk hún 24,90 stig fyrir þennan hluta og er í 28. sæti af 30 keppendum. Í alpagreinum kepptu stúlkurnar í dag í stórsvigi. 96 stúlkur voru skráðar til leiks og stóð Freydís Halla Einarsdóttir sig best okkar keppenda er hún lenti í 40. sæti á tímanum 1:50,33 (108,42 FIS punktar). Helga María Vilhjálmsdóttir hafnaði í 42. sæti á 1:51,84 (121,45 FIS punktar), Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir lenti í 45. sæti á tímanum 1:53,59 (136,56 FIS punktar) og Erla Ásgeirsdóttir í 49. sæti á 1:54,87 (147,61 FIS punktar). Alls luku 74 stúlkur keppni í dag. Þá var keppt í 10 km. skíðagöngu með hefðbundni aðferð og átti Ísland þar tvo keppendur. Sindri Freyr Kristinsson lenti í 81. sæti á tímanum 39:28.9 en Gunnar Birgisson lauk ekki keppni. Alls voru 85 keppendur skráðir til leiks og luku 82 þeirra keppni. Annars hefur heppnin ekki fylgt hópnum þar sem flest skíði urðu viðskila við hópinn í Kaupmannahöfn á laugardaginn var. Var um að kenna bilun í farangursbeltum á Kastrup flugvelli. Freydís varð þannig að keppa á lánsskíðum og eins fengu strákarnir í skíðagöngunni lánuð skíði, skó og stafi. Reiknað er með að skíðin skili sér til Tékklands í kvöld en á morgun tekur við keppni í stórsvigi hjá strákum og Sindri og Gunnar keppa í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð.
Innlendar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn