Náist ekki sátt fyrir 20. júní fara flugvirkjar í verkfall í þrjá daga 14. júní 2011 20:19 Flugvél Icelandair Mynd/Valgarður „Menn eru bjartsýnir og eru að nálgast hvorn annan," segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Sáttafundur í kjaradeilu félagsins og Icelandair hjá ríkissáttasemjara lauk í dag en boðað hefur verið aftur til fundar á fimmtudaginn. Hann segir að aðilar þokist í rétta átt og ekki sé búið að slá neitt út af borðinu hjá hvorugum aðilanum. Boðað hefur verið til allsherjarvinnustöðvunar á miðnætti þann 20. júní næstkomandi og náist ekki sáttir fyrir þann tíma munu flugvirkjar fara í verkfall í þrjá sólarhringa. Í síðustu viku fóru þeir í verkfall frá klukkan sex til tíu í þrjá daga og seinkunn varð á flugi Icelandair. Óskar vonast þó til að ekki þurfi að grípa til þeirra aðgerða. „Menn eru bara að tala saman og ég á ekki von á því að það komi til þessa verkfalls þann 20. júní," segir Óskar bjartsýnn. Á vef Flugvirkjafélagsins segir að undanfarin ár hafi það færst mjög í aukana að íslenskir flugvirkjar ráði sig til starfa erlendis þar sem launakjör eru mun betri en á Íslandi. „Gengi íslensku krónunnar hefur spilað þar stórt hlutverk og efnahagur landsins ekki haldið mönnum frá því að flytja af landi brott. Þessi þróun er slæm fyrir alla, menn yfirgefa íslenskt skattaumhverfi og skila sínu í öðrum löndum og vinnuveitendur standa eftir með vandamál sem fer sífellt stækkandi. Í dag er ekkert atvinnuleysi hjá flugvirkjum á Íslandi og einnig er það raunin um alla Evrópu, því er það skiljanlegt að menn sæki þangað sem kaup og kjör eru betri," segir ennfremur á vef félagsins. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Menn eru bjartsýnir og eru að nálgast hvorn annan," segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Sáttafundur í kjaradeilu félagsins og Icelandair hjá ríkissáttasemjara lauk í dag en boðað hefur verið aftur til fundar á fimmtudaginn. Hann segir að aðilar þokist í rétta átt og ekki sé búið að slá neitt út af borðinu hjá hvorugum aðilanum. Boðað hefur verið til allsherjarvinnustöðvunar á miðnætti þann 20. júní næstkomandi og náist ekki sáttir fyrir þann tíma munu flugvirkjar fara í verkfall í þrjá sólarhringa. Í síðustu viku fóru þeir í verkfall frá klukkan sex til tíu í þrjá daga og seinkunn varð á flugi Icelandair. Óskar vonast þó til að ekki þurfi að grípa til þeirra aðgerða. „Menn eru bara að tala saman og ég á ekki von á því að það komi til þessa verkfalls þann 20. júní," segir Óskar bjartsýnn. Á vef Flugvirkjafélagsins segir að undanfarin ár hafi það færst mjög í aukana að íslenskir flugvirkjar ráði sig til starfa erlendis þar sem launakjör eru mun betri en á Íslandi. „Gengi íslensku krónunnar hefur spilað þar stórt hlutverk og efnahagur landsins ekki haldið mönnum frá því að flytja af landi brott. Þessi þróun er slæm fyrir alla, menn yfirgefa íslenskt skattaumhverfi og skila sínu í öðrum löndum og vinnuveitendur standa eftir með vandamál sem fer sífellt stækkandi. Í dag er ekkert atvinnuleysi hjá flugvirkjum á Íslandi og einnig er það raunin um alla Evrópu, því er það skiljanlegt að menn sæki þangað sem kaup og kjör eru betri," segir ennfremur á vef félagsins.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira