Minni pottur, lægri skattur 14. júní 2011 17:00 Litla kvótafrumvarpið svokallaða varð að lögum á laugardag. Hið stóra bíður hins vegar haustsins. Hvernig breyttist litla kvótafrumvarpið í meðferð þingsins? Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu voru lagðar fram á þingi í tveimur frumvörpum sem hafa verið kölluð litla og stóra frumvarpið. Í stóra frumvarpinu eru lagðar til afar umfangsmiklar breytingar á stjórn fiskveiða en frumvarpið var ekki afgreitt fyrir þinglok. Umræðu um það verður því væntanlega fram haldið í haust. Litla frumvarpið, sem varð að lögum á laugardag, er mun minna í sniðum en hið stóra og raunar fellur það úr gildi ef og þegar stóra frumvarpið verður að lögum. Þrátt fyrir það hefur mikill styr staðið um það í þinginu og víðar. Svo mikill að á lokastigum þingsins var því breytt nokkuð til að um það gæti skapast meiri sátt. Litla frumvarpið tónað niðurVeigamestu breytingarnar sem gerðar eru með litla frumvarpinu eru tvær. Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsráðherra á hverju fiskveiðiári falin í kringum 4.500 þorskígildistonn til ráðstöfunar að vild til að mæta áföllum vegna verulegra breytinga á magni kvóta eða með byggðasjónarmið að leiðarljósi. Í upphaflegum frumvarpsdrögum stóð til að ráðherra hefði til ráðstöfunar 13.000 tonn þegar allt var talið. Þessi kvótapottur ráðherra hefur hins vegar mætt einna harðastri gagnrýni meðan á meðferð frumvarpsins hefur staðið. Í öðru lagi er veiðigjald hækkað úr 9,5 prósentum af framlegð útgerðarinnar í 13,3 prósent. Rétt eins og í tilfelli kvótapottsins hefur umfang breytinganna verið minnkað frá upphaflegu frumvarpi en þar var gert ráð fyrir 16,2 prósentum af framlegð. Þá var fallið frá ákvæði sem hefði falið í sér að 15 prósent veiðigjaldsins rynnu til sveitarfélaga en upp höfðu komið efasemdir um að ákvæðið stæðist stjórnarskrá. Veiðigjaldið rennur eftir sem áður í ríkissjóð en það er í raun umframskattlagning sem útgerðin sætir til að koma til móts við sjónarmið um að þjóðin njóti hluta af auðlindaarði sjávarútvegarins. Stóra frumvarpið róttækaraStóra frumvarpið gengur, eins og áður sagði, mun lengra í breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu en það litla. Raunar er ekki orðum aukið að segja að þar séu lagðar til grundvallarbreytingar á núverandi kerfi. Í fyrstu grein frumvarpsins er tekið fram að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu þjóðareign sem óheimilt sé að selja eða láta varanlega af hendi. Ráðherra er hins vegar heimilað að veita einstaklingum eða lögaðilum tímabundinn afnotarétt gegn gjaldi án þess að eignaréttur eða óafturkallanlegt forræði myndist yfir veiðiheimildunum. Aflaheimildum er skipt í tvo flokka samkvæmt frumvarpinu. Annars vegar samningsbundin nýtingarleyfi á þeim og hins vegar afla sem úthlutað er án samninga úr fimm „pottum". Samningsbundnu nýtingarleyfin verða veitt núverandi eigendum aflaheimilda til fimmtán ára með mögulegri framlengingu til átta ára. Pottarnir nefnast strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Áætlað er að allt að 15 prósent þorskígilda verði í lok fimmtán ára samningstímans í flokki tvö. Þá gilda sérreglur um þorsk, ýsu, ufsa og steinbít. Til að mynda mun allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári umfram 160 þúsund tonn renna í pottakerfið. Hafrannsóknastofnun kynnti í vikunni spá sína um vöxt þorskstofnsins næstu fimm árin. Þar var því spáð að aflamark þorsks árið 2016 gæti numið allt að 260 þúsund tonnum. Verði sú spá að veruleika gætu þannig hátt í 50 þúsund tonn af þorski bæst við í pottana. Í stóra frumvarpinu er gert ráð fyrir meiri hækkun veiðigjalds en í því litla, eða í 19 prósent af framlegð. Þá verður veiðigjaldinu skipt milli ríkissjóðs, sjávarbyggða og þróunar- og markaðsmála í sjávarútvegi. Loks er veðsetning aflaheimilda bönnuð og framsal á þeim verulega takmarkað. Slagsmál í haust?Breytingarnar sem ríkisstjórnin hyggst gera á stjórn fiskveiða með stóra frumvarpinu eru mun umfangsmeiri en þær sem fylgja litla frumvarpinu. Sé tekið mið af því hve hörð umræðan um litla frumvarpið hefur verið undanfarnar vikur má því gera ráð fyrir að haustið verði síst rólegra í þjóðmálaumræðunni. Það er þó ólíklegt að stóra frumvarpið verði borið undir atkvæðagreiðslu í þinginu óbreytt þegar þar að kemur. Unnið verður að því í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þingsins í sumar auk þess sem von er á mati hagfræðinganefndar undir forystu Axels Hall á hagrænum áhrifum þess. Líklegt má því telja að frumvarpið gangi í gegnum talsverðar breytingar áður en það verður að lögum, ef það þá verður það.magnusl@fretttabladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hvernig breyttist litla kvótafrumvarpið í meðferð þingsins? Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu voru lagðar fram á þingi í tveimur frumvörpum sem hafa verið kölluð litla og stóra frumvarpið. Í stóra frumvarpinu eru lagðar til afar umfangsmiklar breytingar á stjórn fiskveiða en frumvarpið var ekki afgreitt fyrir þinglok. Umræðu um það verður því væntanlega fram haldið í haust. Litla frumvarpið, sem varð að lögum á laugardag, er mun minna í sniðum en hið stóra og raunar fellur það úr gildi ef og þegar stóra frumvarpið verður að lögum. Þrátt fyrir það hefur mikill styr staðið um það í þinginu og víðar. Svo mikill að á lokastigum þingsins var því breytt nokkuð til að um það gæti skapast meiri sátt. Litla frumvarpið tónað niðurVeigamestu breytingarnar sem gerðar eru með litla frumvarpinu eru tvær. Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsráðherra á hverju fiskveiðiári falin í kringum 4.500 þorskígildistonn til ráðstöfunar að vild til að mæta áföllum vegna verulegra breytinga á magni kvóta eða með byggðasjónarmið að leiðarljósi. Í upphaflegum frumvarpsdrögum stóð til að ráðherra hefði til ráðstöfunar 13.000 tonn þegar allt var talið. Þessi kvótapottur ráðherra hefur hins vegar mætt einna harðastri gagnrýni meðan á meðferð frumvarpsins hefur staðið. Í öðru lagi er veiðigjald hækkað úr 9,5 prósentum af framlegð útgerðarinnar í 13,3 prósent. Rétt eins og í tilfelli kvótapottsins hefur umfang breytinganna verið minnkað frá upphaflegu frumvarpi en þar var gert ráð fyrir 16,2 prósentum af framlegð. Þá var fallið frá ákvæði sem hefði falið í sér að 15 prósent veiðigjaldsins rynnu til sveitarfélaga en upp höfðu komið efasemdir um að ákvæðið stæðist stjórnarskrá. Veiðigjaldið rennur eftir sem áður í ríkissjóð en það er í raun umframskattlagning sem útgerðin sætir til að koma til móts við sjónarmið um að þjóðin njóti hluta af auðlindaarði sjávarútvegarins. Stóra frumvarpið róttækaraStóra frumvarpið gengur, eins og áður sagði, mun lengra í breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu en það litla. Raunar er ekki orðum aukið að segja að þar séu lagðar til grundvallarbreytingar á núverandi kerfi. Í fyrstu grein frumvarpsins er tekið fram að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu þjóðareign sem óheimilt sé að selja eða láta varanlega af hendi. Ráðherra er hins vegar heimilað að veita einstaklingum eða lögaðilum tímabundinn afnotarétt gegn gjaldi án þess að eignaréttur eða óafturkallanlegt forræði myndist yfir veiðiheimildunum. Aflaheimildum er skipt í tvo flokka samkvæmt frumvarpinu. Annars vegar samningsbundin nýtingarleyfi á þeim og hins vegar afla sem úthlutað er án samninga úr fimm „pottum". Samningsbundnu nýtingarleyfin verða veitt núverandi eigendum aflaheimilda til fimmtán ára með mögulegri framlengingu til átta ára. Pottarnir nefnast strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Áætlað er að allt að 15 prósent þorskígilda verði í lok fimmtán ára samningstímans í flokki tvö. Þá gilda sérreglur um þorsk, ýsu, ufsa og steinbít. Til að mynda mun allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári umfram 160 þúsund tonn renna í pottakerfið. Hafrannsóknastofnun kynnti í vikunni spá sína um vöxt þorskstofnsins næstu fimm árin. Þar var því spáð að aflamark þorsks árið 2016 gæti numið allt að 260 þúsund tonnum. Verði sú spá að veruleika gætu þannig hátt í 50 þúsund tonn af þorski bæst við í pottana. Í stóra frumvarpinu er gert ráð fyrir meiri hækkun veiðigjalds en í því litla, eða í 19 prósent af framlegð. Þá verður veiðigjaldinu skipt milli ríkissjóðs, sjávarbyggða og þróunar- og markaðsmála í sjávarútvegi. Loks er veðsetning aflaheimilda bönnuð og framsal á þeim verulega takmarkað. Slagsmál í haust?Breytingarnar sem ríkisstjórnin hyggst gera á stjórn fiskveiða með stóra frumvarpinu eru mun umfangsmeiri en þær sem fylgja litla frumvarpinu. Sé tekið mið af því hve hörð umræðan um litla frumvarpið hefur verið undanfarnar vikur má því gera ráð fyrir að haustið verði síst rólegra í þjóðmálaumræðunni. Það er þó ólíklegt að stóra frumvarpið verði borið undir atkvæðagreiðslu í þinginu óbreytt þegar þar að kemur. Unnið verður að því í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þingsins í sumar auk þess sem von er á mati hagfræðinganefndar undir forystu Axels Hall á hagrænum áhrifum þess. Líklegt má því telja að frumvarpið gangi í gegnum talsverðar breytingar áður en það verður að lögum, ef það þá verður það.magnusl@fretttabladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira