LÍÚ og bændur með þeim fyrstu sem vildu sækja um aðild Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2011 18:45 Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira