Enski boltinn

Dalglish um bann Suarez: Látum hann ekki ganga einan | Spilar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var eins og aðrir innan félagsins mjög ósáttur við átta leikja bannið sem Luis Suarez var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu í gær.

Luis Suarez var fundinn sekur um að hafa verið með kynþáttafordóma gegn Manchester United manninum Patrice Evra í leik liðanna fyrr í vetur. Málið hefur verið í vinnslu í langan tíma.

„Mjög vonsvikinn með útskurðinn í dag. Núna er tími þar sem Luis Suarez þarf allan okkar stuðning. Látum hann ekki ganga einan. KD," skrifaði Kenny Dalglish inn á twitter-síðu sína.

Dalglish og Liverpool hefur stutt Luis Suarez allt frá því að málið kom upp en það er mikið áfall fyrir félagið að missa þennan frábæra leikmann í hátt tvo mánuði.

Luis Suarez er ekki byrjaður að taka út leikbannið og hann má því spila með Liverpool á móti Wigan í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×