Össur: Það á enginn frátekið pláss í þessari ríkisstjórn 21. desember 2011 20:17 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra mynd/GVA Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að það gefi aðildarviðræðum við Evrópusambandið trúverðugleika að hafa Jón Bjarnason sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að á meðan Jón sé enn ráðherra sjái Evrópusambandið að Íslendingum er alvara með umsókn sinni. Aðspurður hvort að Jón Bjarnason eigi áfram að vera í ríkisstjórninni sagði Össur: „Á ég að vera þarna áfram? Það á enginn frátekið pláss í þessari ríkisstjórn," sagði hann og tók fram að hann hafi lifað góðu lífi með Jóni Bjarnasyni í ríkisstjórn. Í þættinum sagði Össur að samfélagið hér á landi væri ekki eins og það var fyrir nokkrum árum síðar. Í dag hafi stjórnmálamennirnir og flokkarnir minna traust en áður. „Nú lætur þessi þjóð ekki skipa sér fyrir verkum. Þetta er ekki elítusamfélag." Þá sagðist hann einnig hafa trú á því að það tækist að ná sátt um fiskveiðifrumvarpið þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bara eins manns meirihluta. Hann sagði að það væri sín skoðun að Framsóknarflokkurinn ætti að koma inn í ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta er mín skoðun en það kemur fyrir að utanríkisráðherra rær einn á báti," sagði hann og bætti við: „Ég verð boxaður af félögum mínum fyrir að segja þetta." Þá sagðist hann hafa áhyggjur af málarekstrinum fyrir EFTA-dómstólnum. „Já auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta er mjög þungt og erfitt mál," sagði hann og tók fram að íslenska ríkið myndi fá alla bestu fáanlegu lögfræðinga hér á landi til að starfa með sér ásamt lögfræðistofum úti í heimi. „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum," sagði hann. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að það gefi aðildarviðræðum við Evrópusambandið trúverðugleika að hafa Jón Bjarnason sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að á meðan Jón sé enn ráðherra sjái Evrópusambandið að Íslendingum er alvara með umsókn sinni. Aðspurður hvort að Jón Bjarnason eigi áfram að vera í ríkisstjórninni sagði Össur: „Á ég að vera þarna áfram? Það á enginn frátekið pláss í þessari ríkisstjórn," sagði hann og tók fram að hann hafi lifað góðu lífi með Jóni Bjarnasyni í ríkisstjórn. Í þættinum sagði Össur að samfélagið hér á landi væri ekki eins og það var fyrir nokkrum árum síðar. Í dag hafi stjórnmálamennirnir og flokkarnir minna traust en áður. „Nú lætur þessi þjóð ekki skipa sér fyrir verkum. Þetta er ekki elítusamfélag." Þá sagðist hann einnig hafa trú á því að það tækist að ná sátt um fiskveiðifrumvarpið þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bara eins manns meirihluta. Hann sagði að það væri sín skoðun að Framsóknarflokkurinn ætti að koma inn í ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta er mín skoðun en það kemur fyrir að utanríkisráðherra rær einn á báti," sagði hann og bætti við: „Ég verð boxaður af félögum mínum fyrir að segja þetta." Þá sagðist hann hafa áhyggjur af málarekstrinum fyrir EFTA-dómstólnum. „Já auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta er mjög þungt og erfitt mál," sagði hann og tók fram að íslenska ríkið myndi fá alla bestu fáanlegu lögfræðinga hér á landi til að starfa með sér ásamt lögfræðistofum úti í heimi. „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum," sagði hann.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira