Össur: Það á enginn frátekið pláss í þessari ríkisstjórn 21. desember 2011 20:17 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra mynd/GVA Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að það gefi aðildarviðræðum við Evrópusambandið trúverðugleika að hafa Jón Bjarnason sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að á meðan Jón sé enn ráðherra sjái Evrópusambandið að Íslendingum er alvara með umsókn sinni. Aðspurður hvort að Jón Bjarnason eigi áfram að vera í ríkisstjórninni sagði Össur: „Á ég að vera þarna áfram? Það á enginn frátekið pláss í þessari ríkisstjórn," sagði hann og tók fram að hann hafi lifað góðu lífi með Jóni Bjarnasyni í ríkisstjórn. Í þættinum sagði Össur að samfélagið hér á landi væri ekki eins og það var fyrir nokkrum árum síðar. Í dag hafi stjórnmálamennirnir og flokkarnir minna traust en áður. „Nú lætur þessi þjóð ekki skipa sér fyrir verkum. Þetta er ekki elítusamfélag." Þá sagðist hann einnig hafa trú á því að það tækist að ná sátt um fiskveiðifrumvarpið þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bara eins manns meirihluta. Hann sagði að það væri sín skoðun að Framsóknarflokkurinn ætti að koma inn í ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta er mín skoðun en það kemur fyrir að utanríkisráðherra rær einn á báti," sagði hann og bætti við: „Ég verð boxaður af félögum mínum fyrir að segja þetta." Þá sagðist hann hafa áhyggjur af málarekstrinum fyrir EFTA-dómstólnum. „Já auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta er mjög þungt og erfitt mál," sagði hann og tók fram að íslenska ríkið myndi fá alla bestu fáanlegu lögfræðinga hér á landi til að starfa með sér ásamt lögfræðistofum úti í heimi. „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum," sagði hann. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að það gefi aðildarviðræðum við Evrópusambandið trúverðugleika að hafa Jón Bjarnason sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að á meðan Jón sé enn ráðherra sjái Evrópusambandið að Íslendingum er alvara með umsókn sinni. Aðspurður hvort að Jón Bjarnason eigi áfram að vera í ríkisstjórninni sagði Össur: „Á ég að vera þarna áfram? Það á enginn frátekið pláss í þessari ríkisstjórn," sagði hann og tók fram að hann hafi lifað góðu lífi með Jóni Bjarnasyni í ríkisstjórn. Í þættinum sagði Össur að samfélagið hér á landi væri ekki eins og það var fyrir nokkrum árum síðar. Í dag hafi stjórnmálamennirnir og flokkarnir minna traust en áður. „Nú lætur þessi þjóð ekki skipa sér fyrir verkum. Þetta er ekki elítusamfélag." Þá sagðist hann einnig hafa trú á því að það tækist að ná sátt um fiskveiðifrumvarpið þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bara eins manns meirihluta. Hann sagði að það væri sín skoðun að Framsóknarflokkurinn ætti að koma inn í ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta er mín skoðun en það kemur fyrir að utanríkisráðherra rær einn á báti," sagði hann og bætti við: „Ég verð boxaður af félögum mínum fyrir að segja þetta." Þá sagðist hann hafa áhyggjur af málarekstrinum fyrir EFTA-dómstólnum. „Já auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta er mjög þungt og erfitt mál," sagði hann og tók fram að íslenska ríkið myndi fá alla bestu fáanlegu lögfræðinga hér á landi til að starfa með sér ásamt lögfræðistofum úti í heimi. „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum," sagði hann.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira