Við erum með hjartað á réttum stað og ætlum að gera okkar besta og hugsa til Sjonna á meðan við erum að gera þetta, sagði Þórunn Erna Clausen sem var stödd í höllinni í Dusseldorf ásamt vinum Sjonna þegar við hringdum í hana rétt fyrir klukkan 13.30 í dag, mánudag.
Kvöldið í kvöld er ekki síður mikilvægt en annað kvöld fyrir íslenska hópinn því í kvöld flytja vinir Sjonna framlag Íslands, lagið Coming home, fyrir dómara keppninnar en atkvæði dómnefndar gilda 50% á móti símakosningunni sem fer fram annað kvöld þegar fyrri undankeppni Eurovision fer fram.
Heyra má viðtalið við Þórunni í meðfylgjandi myndskeiði.
Hér má sjá og heyra lagið What´s Another Year sem Þórunn minnist á í viðtalinu.
Sjonnibrink.is
Lífið