Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði 19. júní 2011 11:29 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og starfandi menntamálaráðherra. Mynd/Valli Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Sérfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið gerir nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verður of miklar, að mati sérfræðinganna. Jón skipaði hópinn í apríl til að fara yfir hagræna þætti frumvarps hans um breytingar á stjórn fiskveiða. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í síðustu viku. Frumvarið er nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu. Svandís var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. Þar var hún spurð út í niðurstöður sérfræðinganna. Hún sagði flesta þá sem gagnrýnt hafa frumvarpið horfa á það út frá hagfræði. „Hagfræðileg úttekt er bara ein af mörgum sjónarhornum á breytingum á kerfi. Við þurfum líka að horfa mjög stíft og skýrt á samfélagslegu áhrifin." Þá sagði hún Vesturlandabúa einblína of mikið á hagfræði þegar kemur að því að stýra samfélögum. Það væri aðferð sem hefði ekki endilega gefist mjög vel. „Ég held að það þurfi að horfa til fleiri þátta og það sem rekur áfram þessa breytingar eru ákveðin samfélagsleg rök og við skulum spyrja að leikslokum með það," sagði Svandís og bætti við að hún hefði fulla trú á því að umtalsverðar breytingar á kvótakerfinu verði að lokum samþykktar á Alþingi. Tengdar fréttir Falleinkunn á frumvarp Jóns Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. 18. júní 2011 02:00 Vill sjá hausa fjúka „Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna. 18. júní 2011 17:48 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Sérfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið gerir nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verður of miklar, að mati sérfræðinganna. Jón skipaði hópinn í apríl til að fara yfir hagræna þætti frumvarps hans um breytingar á stjórn fiskveiða. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í síðustu viku. Frumvarið er nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu. Svandís var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. Þar var hún spurð út í niðurstöður sérfræðinganna. Hún sagði flesta þá sem gagnrýnt hafa frumvarpið horfa á það út frá hagfræði. „Hagfræðileg úttekt er bara ein af mörgum sjónarhornum á breytingum á kerfi. Við þurfum líka að horfa mjög stíft og skýrt á samfélagslegu áhrifin." Þá sagði hún Vesturlandabúa einblína of mikið á hagfræði þegar kemur að því að stýra samfélögum. Það væri aðferð sem hefði ekki endilega gefist mjög vel. „Ég held að það þurfi að horfa til fleiri þátta og það sem rekur áfram þessa breytingar eru ákveðin samfélagsleg rök og við skulum spyrja að leikslokum með það," sagði Svandís og bætti við að hún hefði fulla trú á því að umtalsverðar breytingar á kvótakerfinu verði að lokum samþykktar á Alþingi.
Tengdar fréttir Falleinkunn á frumvarp Jóns Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. 18. júní 2011 02:00 Vill sjá hausa fjúka „Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna. 18. júní 2011 17:48 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Falleinkunn á frumvarp Jóns Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. 18. júní 2011 02:00
Vill sjá hausa fjúka „Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna. 18. júní 2011 17:48